Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. september 2023 08:01 Elías við veiðar á vinstri myndinni. Á þeirri hægri má sjá lúsugan lax sem þeir vinirnir veiddu. Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson stangveiðimaður segir veiðiferð hans og tveggja félaga sinna, Gissurar Karls Vilhjálmssonar og Brynjars Arnarssonar, hafa tekið algera U-beygju þegar þeir sáu hversu mikið magn var af laxi sem bar einkenni eldislax víða í þeim ám sem þeir heimsóttu síðustu helgi fyrir vestan. Allir eru þeir þrír reyndir veiðimenn og meðlimir í Félagi ungra í skot- og stangveiðifélaginu,(FUSS) og ungliðahreyfingum NASF og IWF. „Við erum náttúruverndarsinnar og veiðum allir mikið,“ segir Elías og að þeir hafi allir verið meðvitaðir um slysasleppingu fyrir vestan fyrir nokkrum vikum og hafi í kjölfarið lesið fréttir af því að laxinn væri farinn að veiðast í ýmsum laxveiðiám landsins. Er þar vísað til tveggja gata sem mynduðust á einni kvínni hjá Arctic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði þann 20. ágúst síðastliðinn. Í sjókvínni eru rúmlega 73 þúsund fiskar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að götunum hefði verið lokað samdægurs og aðrar kvíar þeirra skoðaðar. Slysasleppingarnet voru voru lögð í samvinnu við Fiskistofu og annað eftirlit eflt næstu daga samkvæmt tilkynningu Fiskistofu. Í tilkynningu þann 25. ágúst kom fram að fjórir eldislaxar hefðu fundist í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra landeftirlits hjá Fiskistofu, Sævari Guðmundssyni, var annað net lagt 31. ágúst og veiddust aftur fjórir laxar í það net. Í heildina hafa því átta laxar sem bera einkenni eldislaxa veiðst í netin sem lögð voru eftir að göt fundust á kvíunum. Að sögn Sævars var ákveðið í kjölfarið að fjarlægja öll net og hætta eftirliti þar til niðurstaða fæst frá Hafrannsóknarstofnun um uppruna laxanna. Hann á von á þeirri niðurstöðu í næstu viku. Séu laxarnir úr sjókvínni verða næstu skref ákveðin í samráði við Hafrannsóknarstofnun að sögn Sævars. Skoðuðu stöðuna í öðrum ám „Við ákváðum að fara vestur til veiða og vorum með leyfi í Vatnsdalsá í Vatnsfirði og ákváðum að nýta tækifæri og skoða stöðuna í öðrum ám,“ segir Elías Þeir byrjuðu á að skoða stöðuna í Sunddalsá við botn Arnarfjarðar. „Á sólarhring þar fengum við sex eldislaxa sem voru allir mjög illa haldnir. Þeir voru með sár, tætta ugga og þaktir lús. Villti fiskurinn sem við fengum var líka þakinn lús og það kom okkur á óvart að við skyldum ekki sjá neinn starfsmann frá Fiskistofu við leit að laxi í þessum ám,“ segir Elías. Elías við veiðar fyrir vestan. Á myndinni er hann með þrjá laxa sem bera að hans mati öll einkenni eldislaxa sem þeir vinirnir náðu að veiða. Hann segir að í Sunddalsá hafi verið töluvert meira af eldislaxi en þeir náðu að veiða. „Við sáum fiska í einum hyl við brúnna. Þar voru átta fiskar og sex af þeim voru með öll einkenni eldislaxa,“ segir hann og að einnig hafi þeir séð þrjá aðra nær ósnum og að þeir hafi sloppið út í sjó aftur. Elías segir þá félaga næst hafa farið að Ósá í Patreksfirði og hafi séð lax hoppa þar sem bar sömu einkenni. Þar hittu þeir líka heimamann sem sagðist hafa veitt tíu eldislaxa nokkrum dögum áður í ánni. Á kortinu má sjá hvar lax hefur fundist sem talinn er strokulax. Vísir/Kristján „Þessi maður sagðist hafa veitt meira en hundrað eldislaxa þar á síðustu árum.“ Elías segir að þá hafi þeir félagar einnig séð ummerki eftir veiðimenn við bakka árinnar, bæði laxahreistur og girni. „Það er fróðlegt ef litið er til þess að enginn þessara fiska er svo að skila sér til Hafrannsóknarstofnunar í greiningu, líkt og mælst er til að gert sé þegar eldislaxar veiðast. Það virðist því vera töluvert meira af eldislaxi á svamli þarna um firðina en menn gruna.“ Ástandið miklu verra en þeir ímynduðu sér Hann segir ástandið hafa verið miklu verra en hann hafi ímyndað sér að það gæti verið. „Fyrir okkur sem veiðimenn að fara í þessa ferð, við áttuðum okkur alveg á því að það gæti verið eldislax þarna, en ástandið var miklu verra en við bjuggumst við. Bæði hvað varðar magnið af eldislaxi sem við sáum en einnig ástandið á villta laxinum,“ segir Elías. Lúsugur laxinn. Hann segir að þegar upp var staðið hafi veiðiferðin endað þannig að þeir voru með fimm villta laxa og sex eldislaxa. „Okkur fannst eldislaxinn ekki lystugur og fórum því með hann á Hafrannsóknarstofnun í greiningu til að fá það staðfest að hann væri úr eldi. En okkur fannst bara dálítið sérkennilegt að við værum að fara þarna, þrír félagar með flugustangir, og að við skyldum ná jafn mörgum eldislöxum og Fiskistofa gerði vikuna áður,“ segir Elías og að hann telji eftirlitið geta verið miklu betra. Hann segir sorglegt að heyra af því hversu víða eldislaxinn er kominn um landið. Hann hafi heyrt af því að hann syndi langt upp eftir Blöndu og sé kominn í Húnavatnssýslurnar. „Fiskarnir sem sluppu á Patreksfirði um daginn eru 80 sentímetrar og allt að sjö kíló. Þeir eru stórir og þéttir og oft gleymist það í umræðunni að eldislaxinn er með sporð og getur synt nokkuð langt.“ Elías segir fjöldinn og ástandið á laxinum hafa komið þeim félögum alveg í opna skjöldu. „Ferðin tók allavega algera U-beygju. En endurspeglar á sama tíma ástandið sem villti laxinn er í,“ segir Elías og að útlitið sé ekki gott. Hann segir eldislaxinn ekki einu hættuna sem steðji að þeim íslenska villta og nefnir einnig hnúðlaxinn. Hann hefur veiðst hefur um árabil í íslenskum ám. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir um hnúðlaxinn að hann megi rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því hafi fljótlega farið að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum ám. „Við drápum 30 hnúðlaxa líka í þessari ferð. Þeir voru út um allt og meðal annars í Sunddalsá. Þeir auðvitað blandast ekki íslenska laxinum eins og eldislaxinn, en þeir eru bara fyrir. Við vitum ekki hvernig á að stöðva útbreiðslu þeirra. En það er hægt að stöðva útbreiðslu þessara norskættuðu eldislaxa með því að banna laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elías ákveðinn. Hefur áhyggjur af stöðunni Hann segist hræddur um afdrif villta íslenska laxins og telur að meira þurfi að gera til að vernda hann. „Villti íslenski laxinn hefur verið hér í þúsundir ára og þróast þannig að hann geti lifað þessi erfiðu heimkynni. Þegar hann blandast við þennan norska, sem hann á afar lítið sameiginlegt með, veldur það því að afkvæmi þeirra eiga litla von um að lifa af. Þar af leiðandi minnkar stofninn.“ Elías segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Umhverfisslys og alveg galið Frá því að þeir félagar komu heim úr veiði hefur hann fylgst vel með umræðunni og segist hafa heyrt af strokulöxum í Blöndu en Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður Veiðifélags Blöndu og formaður sveitarstjórnar í Blönduósi staðfestir þetta. „Ég var ekkert að veiða. Ég var að hreinsa teljarann á myndavélinni í laxastiganum í Blöndu því ég er með hann stilltan þannig að fiskar komast upp í teljarann, en ekki upp í ánna. Ég háfaði níu laxa upp núna í hádeginu í gær,“ segir Guðmundur Haukur. Hann segir starfsmann Hafrannsóknarstofnunar hafa komið við í gær og tekið tvo sem hann náði á laugardag og þá níu sem hann náði í gær til að kanna uppruna þeirra. Guðmundur Haukur segir það hafa komið verulega á óvart að finna svo marga í gær Laxarnir sem Guðmundur Haukur háfaði upp í Blöndu í dag og bera að hans mati öll einkenni eldislax. „Að háfa upp níu sjö kílóa fiska. Það er allt rangt við það og algerlega galið.“ Guðmundur Haukur segist ætla að halda áfram að fylgjast með en telur líklegt að miklu meira magn sé í umferð af strokulaxinum og hefur miklar áhyggjur af því hvert hann geti farið. „Við erum að tala um Hrútafjarðará, Víðidalsá, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá á Ásum, Blöndu og Svartá og Gljúfurá, Laxá í Refssveit og Hallá. Þetta er umhverfisslys. Maður er hálfhvumsa yfir þessu.“ Eins og fram kom í fréttinni að ofan hefur fréttastofa leitað viðbragða hjá Fiskistofu vegna málsins. Þau verða birt um leið og þau birtast. Samkvæmt lögum er það hlutverk Fiskistofu, ef fyrir liggur rökstuddur grunur um strokufisk úr eldi í sjó, að kanna hvort það hafi átt sér stað og bregðast við því. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir „Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20 „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 Eldislaxar veiðast í mörgum ám Það er sorglegt að segja frá því að eldislax hefur veiðst ansi víða síðustu daga og það er augljóst að þetta er bara byrjunin. 30. ágúst 2023 12:46 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson stangveiðimaður segir veiðiferð hans og tveggja félaga sinna, Gissurar Karls Vilhjálmssonar og Brynjars Arnarssonar, hafa tekið algera U-beygju þegar þeir sáu hversu mikið magn var af laxi sem bar einkenni eldislax víða í þeim ám sem þeir heimsóttu síðustu helgi fyrir vestan. Allir eru þeir þrír reyndir veiðimenn og meðlimir í Félagi ungra í skot- og stangveiðifélaginu,(FUSS) og ungliðahreyfingum NASF og IWF. „Við erum náttúruverndarsinnar og veiðum allir mikið,“ segir Elías og að þeir hafi allir verið meðvitaðir um slysasleppingu fyrir vestan fyrir nokkrum vikum og hafi í kjölfarið lesið fréttir af því að laxinn væri farinn að veiðast í ýmsum laxveiðiám landsins. Er þar vísað til tveggja gata sem mynduðust á einni kvínni hjá Arctic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði þann 20. ágúst síðastliðinn. Í sjókvínni eru rúmlega 73 þúsund fiskar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að götunum hefði verið lokað samdægurs og aðrar kvíar þeirra skoðaðar. Slysasleppingarnet voru voru lögð í samvinnu við Fiskistofu og annað eftirlit eflt næstu daga samkvæmt tilkynningu Fiskistofu. Í tilkynningu þann 25. ágúst kom fram að fjórir eldislaxar hefðu fundist í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra landeftirlits hjá Fiskistofu, Sævari Guðmundssyni, var annað net lagt 31. ágúst og veiddust aftur fjórir laxar í það net. Í heildina hafa því átta laxar sem bera einkenni eldislaxa veiðst í netin sem lögð voru eftir að göt fundust á kvíunum. Að sögn Sævars var ákveðið í kjölfarið að fjarlægja öll net og hætta eftirliti þar til niðurstaða fæst frá Hafrannsóknarstofnun um uppruna laxanna. Hann á von á þeirri niðurstöðu í næstu viku. Séu laxarnir úr sjókvínni verða næstu skref ákveðin í samráði við Hafrannsóknarstofnun að sögn Sævars. Skoðuðu stöðuna í öðrum ám „Við ákváðum að fara vestur til veiða og vorum með leyfi í Vatnsdalsá í Vatnsfirði og ákváðum að nýta tækifæri og skoða stöðuna í öðrum ám,“ segir Elías Þeir byrjuðu á að skoða stöðuna í Sunddalsá við botn Arnarfjarðar. „Á sólarhring þar fengum við sex eldislaxa sem voru allir mjög illa haldnir. Þeir voru með sár, tætta ugga og þaktir lús. Villti fiskurinn sem við fengum var líka þakinn lús og það kom okkur á óvart að við skyldum ekki sjá neinn starfsmann frá Fiskistofu við leit að laxi í þessum ám,“ segir Elías. Elías við veiðar fyrir vestan. Á myndinni er hann með þrjá laxa sem bera að hans mati öll einkenni eldislaxa sem þeir vinirnir náðu að veiða. Hann segir að í Sunddalsá hafi verið töluvert meira af eldislaxi en þeir náðu að veiða. „Við sáum fiska í einum hyl við brúnna. Þar voru átta fiskar og sex af þeim voru með öll einkenni eldislaxa,“ segir hann og að einnig hafi þeir séð þrjá aðra nær ósnum og að þeir hafi sloppið út í sjó aftur. Elías segir þá félaga næst hafa farið að Ósá í Patreksfirði og hafi séð lax hoppa þar sem bar sömu einkenni. Þar hittu þeir líka heimamann sem sagðist hafa veitt tíu eldislaxa nokkrum dögum áður í ánni. Á kortinu má sjá hvar lax hefur fundist sem talinn er strokulax. Vísir/Kristján „Þessi maður sagðist hafa veitt meira en hundrað eldislaxa þar á síðustu árum.“ Elías segir að þá hafi þeir félagar einnig séð ummerki eftir veiðimenn við bakka árinnar, bæði laxahreistur og girni. „Það er fróðlegt ef litið er til þess að enginn þessara fiska er svo að skila sér til Hafrannsóknarstofnunar í greiningu, líkt og mælst er til að gert sé þegar eldislaxar veiðast. Það virðist því vera töluvert meira af eldislaxi á svamli þarna um firðina en menn gruna.“ Ástandið miklu verra en þeir ímynduðu sér Hann segir ástandið hafa verið miklu verra en hann hafi ímyndað sér að það gæti verið. „Fyrir okkur sem veiðimenn að fara í þessa ferð, við áttuðum okkur alveg á því að það gæti verið eldislax þarna, en ástandið var miklu verra en við bjuggumst við. Bæði hvað varðar magnið af eldislaxi sem við sáum en einnig ástandið á villta laxinum,“ segir Elías. Lúsugur laxinn. Hann segir að þegar upp var staðið hafi veiðiferðin endað þannig að þeir voru með fimm villta laxa og sex eldislaxa. „Okkur fannst eldislaxinn ekki lystugur og fórum því með hann á Hafrannsóknarstofnun í greiningu til að fá það staðfest að hann væri úr eldi. En okkur fannst bara dálítið sérkennilegt að við værum að fara þarna, þrír félagar með flugustangir, og að við skyldum ná jafn mörgum eldislöxum og Fiskistofa gerði vikuna áður,“ segir Elías og að hann telji eftirlitið geta verið miklu betra. Hann segir sorglegt að heyra af því hversu víða eldislaxinn er kominn um landið. Hann hafi heyrt af því að hann syndi langt upp eftir Blöndu og sé kominn í Húnavatnssýslurnar. „Fiskarnir sem sluppu á Patreksfirði um daginn eru 80 sentímetrar og allt að sjö kíló. Þeir eru stórir og þéttir og oft gleymist það í umræðunni að eldislaxinn er með sporð og getur synt nokkuð langt.“ Elías segir fjöldinn og ástandið á laxinum hafa komið þeim félögum alveg í opna skjöldu. „Ferðin tók allavega algera U-beygju. En endurspeglar á sama tíma ástandið sem villti laxinn er í,“ segir Elías og að útlitið sé ekki gott. Hann segir eldislaxinn ekki einu hættuna sem steðji að þeim íslenska villta og nefnir einnig hnúðlaxinn. Hann hefur veiðst hefur um árabil í íslenskum ám. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir um hnúðlaxinn að hann megi rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því hafi fljótlega farið að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum ám. „Við drápum 30 hnúðlaxa líka í þessari ferð. Þeir voru út um allt og meðal annars í Sunddalsá. Þeir auðvitað blandast ekki íslenska laxinum eins og eldislaxinn, en þeir eru bara fyrir. Við vitum ekki hvernig á að stöðva útbreiðslu þeirra. En það er hægt að stöðva útbreiðslu þessara norskættuðu eldislaxa með því að banna laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elías ákveðinn. Hefur áhyggjur af stöðunni Hann segist hræddur um afdrif villta íslenska laxins og telur að meira þurfi að gera til að vernda hann. „Villti íslenski laxinn hefur verið hér í þúsundir ára og þróast þannig að hann geti lifað þessi erfiðu heimkynni. Þegar hann blandast við þennan norska, sem hann á afar lítið sameiginlegt með, veldur það því að afkvæmi þeirra eiga litla von um að lifa af. Þar af leiðandi minnkar stofninn.“ Elías segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Umhverfisslys og alveg galið Frá því að þeir félagar komu heim úr veiði hefur hann fylgst vel með umræðunni og segist hafa heyrt af strokulöxum í Blöndu en Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður Veiðifélags Blöndu og formaður sveitarstjórnar í Blönduósi staðfestir þetta. „Ég var ekkert að veiða. Ég var að hreinsa teljarann á myndavélinni í laxastiganum í Blöndu því ég er með hann stilltan þannig að fiskar komast upp í teljarann, en ekki upp í ánna. Ég háfaði níu laxa upp núna í hádeginu í gær,“ segir Guðmundur Haukur. Hann segir starfsmann Hafrannsóknarstofnunar hafa komið við í gær og tekið tvo sem hann náði á laugardag og þá níu sem hann náði í gær til að kanna uppruna þeirra. Guðmundur Haukur segir það hafa komið verulega á óvart að finna svo marga í gær Laxarnir sem Guðmundur Haukur háfaði upp í Blöndu í dag og bera að hans mati öll einkenni eldislax. „Að háfa upp níu sjö kílóa fiska. Það er allt rangt við það og algerlega galið.“ Guðmundur Haukur segist ætla að halda áfram að fylgjast með en telur líklegt að miklu meira magn sé í umferð af strokulaxinum og hefur miklar áhyggjur af því hvert hann geti farið. „Við erum að tala um Hrútafjarðará, Víðidalsá, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá á Ásum, Blöndu og Svartá og Gljúfurá, Laxá í Refssveit og Hallá. Þetta er umhverfisslys. Maður er hálfhvumsa yfir þessu.“ Eins og fram kom í fréttinni að ofan hefur fréttastofa leitað viðbragða hjá Fiskistofu vegna málsins. Þau verða birt um leið og þau birtast. Samkvæmt lögum er það hlutverk Fiskistofu, ef fyrir liggur rökstuddur grunur um strokufisk úr eldi í sjó, að kanna hvort það hafi átt sér stað og bregðast við því.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir „Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20 „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 Eldislaxar veiðast í mörgum ám Það er sorglegt að segja frá því að eldislax hefur veiðst ansi víða síðustu daga og það er augljóst að þetta er bara byrjunin. 30. ágúst 2023 12:46 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 31. ágúst 2023 15:20
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19
Eldislaxar veiðast í mörgum ám Það er sorglegt að segja frá því að eldislax hefur veiðst ansi víða síðustu daga og það er augljóst að þetta er bara byrjunin. 30. ágúst 2023 12:46
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45