Fundu vel varðveitt rómversk sverð í helli Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 11:21 Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir um 1.900 ár í helli. AP/Ohad Zwigenberg Fornleifafræðinar í Ísrael tilkynntu í gær að fjögur 1.900 ára gömul rómversk sverð hefðu fundist í helli nærri Dauðahafinu. Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir veruna í hellinum en auk þeirra fannst spjótsoddur, sem Rómverjar kölluðu pilum. Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin. Ísrael Fornminjar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin.
Ísrael Fornminjar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira