Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum heyrum við í hjónum úr Heragerði sem lentu í miklum hremmingum á dögunum þegar lögreglan stöðvaði eiginmanninn fyrir að aka undir áhrifum.

Maðurinn var á leið heim úr vinnu þegar hann var stöðvaður og lögregla tók ekki mark á útskýringum hans en hann notar ADHD lyf sem leiðir til þess að amfetamín mælist í blóði. Eiginkonan var svo handtekin einnig síðar um kvöldið fyrir sömu sök, en hún notar lyfið einnig.

Þá verður rætt við varaformann veiðifélags Blöndu sem veiddi fjölmarga strokulaxa úr eldi í ánni á dögunum. Hann óttast að stórt umhverfisslys sé staðreynd. 

Þá heyrum við hljóðið í rektor MA á Akureyri sem segir sameiningu skólans við VMA vera af hinu góða þrátt fyrir hávær mótmæli nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×