Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Aðalsteinn Ólafsson skrifar 7. september 2023 15:00 Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun