Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 19:10 Danny Masterson var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum. AP/Wade Payne Danny Masterson, leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That ´70 Show, hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Masterson var sakfelldur í vor fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira