Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 16:36 Jimmy Fallon ásamt hljómsveitarmeðlimum The Rolling Stones í London í gær vegna útgáfu plötunnar Hackney Diamonds. Starfsmenn Tonight Show lýsa hræðilegum aðstæðum í viðtali við tímaritið sem ber svo gott sem sama nafn og sveitin. Scott Garfitt/Invision/AP Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira