Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. september 2023 18:04 Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar ræðir við hjónin og fer yfir atburðarásina í beinni frá Selfossi í kvöldfréttum klukkan 18:30. Þá verður rætt við menntamálaráðherra um fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla, sem valdið hafa miklu fjaðrafoki fyrir norðan í vikunni. Ráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða slíkar sameiningar. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Við sýnum einnig frá einum stærsta skemmtiferðaskipadegi vertíðarinnar í Reykjavík, sem teygist æ lengra fram á haustið, og ræðum við borgarstjóra um hinn mikla rekstrarhalla borgarinnar. Kristján Már Unnarsson verður svo í beinni frá Hvalfirði og færir okkur nýjustu tíðindi af hvalveiðum. Hvalveiðiskipin sem fóru út í gær, eftir ein eftirminnilegustu mótmæli síðari ára, hafa nú veitt tvær langreyðar. Þá verðum við í beinni frá Októberfest sem byrjar í kvöld og kíkjum í danstíma með hundrað ára fyrrverandi sjómanni í Reykjanesbæ, sem lætur aldurinn sannarlega ekki stoppa sig. Og í sportinu verða landsliðin okkar í knattspyrnu í aðalhlutverki. Við heyrum í okkar manni Stefáni Árna Pálssyni úti í Lúxemborg en liðið mætir Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Þá skellti Vala Matt sér til Vestmannaeyja í Íslandi í dag og heimsótti Berglindi Sigmarsdóttur listamann og rithöfund, sem hefur komið sér upp hálfgerðri heilsulind heima hjá sér. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar ræðir við hjónin og fer yfir atburðarásina í beinni frá Selfossi í kvöldfréttum klukkan 18:30. Þá verður rætt við menntamálaráðherra um fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla, sem valdið hafa miklu fjaðrafoki fyrir norðan í vikunni. Ráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða slíkar sameiningar. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Við sýnum einnig frá einum stærsta skemmtiferðaskipadegi vertíðarinnar í Reykjavík, sem teygist æ lengra fram á haustið, og ræðum við borgarstjóra um hinn mikla rekstrarhalla borgarinnar. Kristján Már Unnarsson verður svo í beinni frá Hvalfirði og færir okkur nýjustu tíðindi af hvalveiðum. Hvalveiðiskipin sem fóru út í gær, eftir ein eftirminnilegustu mótmæli síðari ára, hafa nú veitt tvær langreyðar. Þá verðum við í beinni frá Októberfest sem byrjar í kvöld og kíkjum í danstíma með hundrað ára fyrrverandi sjómanni í Reykjanesbæ, sem lætur aldurinn sannarlega ekki stoppa sig. Og í sportinu verða landsliðin okkar í knattspyrnu í aðalhlutverki. Við heyrum í okkar manni Stefáni Árna Pálssyni úti í Lúxemborg en liðið mætir Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Þá skellti Vala Matt sér til Vestmannaeyja í Íslandi í dag og heimsótti Berglindi Sigmarsdóttur listamann og rithöfund, sem hefur komið sér upp hálfgerðri heilsulind heima hjá sér.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira