Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 23:30 Geoff Konopka stýrði kvennaliði Man United áður en hann var dæmdur í fangelsi. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira