Til dæmis í hvers konar störfum fjarvinna er í boði eða hvernig fjarvinna er orðinn hluti af blönduðu fyrirkomulagi á vinnustöðum. Þar sem fólk starfar í fjarvinnu hluta úr viku, en á vinnustaðnum hluta vikunnar.
En þá er að rýna í hvað rannsóknir segja um fjarvinnuna.
Nýlega stóð Deloitte fyrir könnun á meðal stjórnenda í fjármálageiranum í Bandaríkjunum og skrifað var um í Fastcompany.
Könnunin náði frá millistjórnendum í æðstu stjórnendur þar sem unnið er í blönduðu fyrirkomulagi.
Ýmislegt áhugavert kemur í ljós.
Til dæmis segjast 66% þátttakenda frekar vilja hætta í vinnunni en að fjarvinnan sé tekin af þeim.
75% karlmanna sem vinna að hluta til heima, segja sambandið sitt við börnin sín hafa orðið nánara eftir að þeir fóru að vinna að hluta til heima, en þetta hlutfall er 67% hjá konum.
Þó telja 63% fjarvinnuna geta haft þau áhrif á starfsframann að þeir séu ekki eins líklegir til að fá stöðuhækkun í samanburði við þá sem starfa alltaf á vinnustaðnum.
Þá segist ríflega helmingur telja líklegt að stjórnendur sem starfa alltaf á vinnustaðnum fái hærri laun.
Þótt fjarvinna sé í boði, telja margir sem starfa að hluta til í fjarvinnu að vinnustaðurinn sé að pressa á fólk að vinna frekar á vinnustaðnum. Þetta á sérstaklega við um karlmenn, en 68% þeirra sögðust upplifa þessa pressu frá vinnustaðnum.