Fjölmargir voru fluttir á sjúkrahús en enginn mun þó vera í lífshættu að sögn lögreglu.
Einnig fjöllum við um hvalveiðarnar áfram en hvalskipin komu til hafnar í Hvalfirði með þrjár langreyðar. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð.
Einnig verður rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um samgöngusáttmálann sem hann segir ekki standast lengur og þarfnast endurskoðunnar.