Enski boltinn

Van Dijk fékk auka leik í bann

Smári Jökull Jónsson skrifar
Van Dijk rífst hér við John Brooks dómara eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Newcastle.
Van Dijk rífst hér við John Brooks dómara eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Newcastle. Vísir/Getty

Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool fékk í dag einn auka leik í leikbann vegna framkomu sinnar í garð dómara í leiknm gegn Newcastle. Hollendingurinn var auk þess sektaður duglega.

Rauða spjaldið sem Van Dijk fékk gegn Newcastle var umdeilt en hann átti þá í viðskiptum við Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Van Dijk fékk rautt spjald frá John Brooks dómara leiksins og spjaldið hélt eftir VAR-skoðun.

Van Dijk var afar ósáttur við spjaldið, neitaði upphaflega að fara af velli og reifst heillengi við Brooks dómara. Þar sem ekki var um að ræða rautt spjald vegna ofsafengins brots fékk Hollendingurinn sterki upphaflega aðeins einn leik í bann.

Í dag tilkynnti hins vegar enska knattspyrnusambandið að Van Dijk fengi einn leik til viðbótar í leikbann vegna framkomu sinnar í garð Brooks í leiknum.

„Virgil Van Dijk hefur verið dæmdur í eins leiks bann og til greiðslu 100.000 punda sektar fyrir að brjóta reglu E3.1 í leik Liverpool gegn Newcastle,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins.

„Varnarmaðurinn viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt og að hann hafi notað dónaleg og móðgangi orð gagnvart starfsmanni leiksins eftir að hafa verið rekinn af velli á 29. mínútu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við sjálfa rauða spjaldið viðurkennir Van Dijk að hann hafi gengið of langt í kjölfarið.

„Þetta var fyrsta rauða spjaldið á ferli mínum með Liverpool og ég lét pirringinn ná tökum á mér á stóru augnabliki. Ég baðs dómarana afsökunar strax eftir leik og tek fulla ábyrgð,“ skrifar Van Dijk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×