Arnar braut engar reglur og Víkingar sleppa við refsingu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 19:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Víkinga hlýtur enga refsingu vegna samskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins við varamannabekk Víkinga í leik gegn Val þann 20. ágúst. Arnar var í leikbanni í leiknum. KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira