Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 20:03 Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira