Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 17:34 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í tæpar tvær vikur eftir að hann var handtekinn. Hún segir tjónið gríðarlegt. AP Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36