Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 12:00 Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra. Vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira