Fótbolti

Højbjerg kom danska liðinu til bjargar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Pierre-Emile Højbjerg fagnar markinu sem tryggði Danmörku stigin þrjú með Simon Kjær, fyrirliða danska liðsins. 
Pierre-Emile Højbjerg fagnar markinu sem tryggði Danmörku stigin þrjú með Simon Kjær, fyrirliða danska liðsins.  Vísir/Getty

Pierre-Emile Højbjerg reyndist danska karlalandsliðinu í fótbolta gulls ígildi þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á móti Finnlandi í undankeppni EM 2024 á Ólympíuleikvangnum í Helsinki i dag. 

Sigurmark Højbjerg kom þegar skammt var eftir af leiknum en Danir hirtu toppsætið í H-riðli undankeppninnar með þessum sigri. 

Kasakstan komst svo upp að hlið Finnlands í öðru til þriðja sæti riðilsins með því að bera sigurorð af Norður-Írlandi. 

Gunnar Vatnhamar var í hjarta varnarinnar hjá Færeyjum í 1-0 tapi liðsins gegn Moldóvu í E-riðlinum. Klæmint Olsen, sóknarmaður Blika og Joan Edmunsson, framherji KA, mynduðu framlínu færeyska liðsins í leiknum. 

Færeyja reka lestina í riðlinum með eitt stig en Tékkar og Moldóvar eru jafnir að stigum á toppnum. 

Svartfelljngar unnu mikilvægan 2-1 sigur á móti Búlgaríu í G-riðli en Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi stigin þrjú í þeim leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×