Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hryllingur blasir við björgunarfólki í Marokkó, sem reynir nú að ná fólki undan rústum í afskekktum fjallaþorpum eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir á föstudag. Heilu bæirnir þurrkuðust út í skjálftanum og tala látinna er kominn yfir 2.100.
Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar.
Og fréttamaður okkar Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsækir íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Um helgina var mikið fagnað þegar rampur númer 825 í verkefninu „Römpum upp Ísland“ var vígður. Til stendur að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.