Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjórinn á Akureyri, í samtali við Vísi. Hann segir að útkall hafi borist klukkan 07:50 í morgun og reykkafarar hafi farið inni í húsið og slökkt eld hratt og örugglega.
Allir íbúar hússins hafi komið sér út af sjálfsdáðum áður en slökkvilið bar að garði, en fjórar íbúðir eru í húsinu.

Þá segir hann að ekkert liggi fyrir að svo stöddu um upptök eldsins en að ljóst sé að hann hafi verið töluvert mikill miðað við magn svarts reyks sem stóð upp af húsinu.