Enski boltinn

Ástæðan fyrir því að United gat ekki selt treyjuna hans Højlunds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United keypti Rasmus Højlund frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda í sumar.
Manchester United keypti Rasmus Højlund frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda í sumar. getty/Matthew Peters

Ekki er hægt að kaupa treyjur með nafni danska framherjans Rasmusar Højlund í búð Manchester United á Old Trafford af nokkuð sérstakri ástæðu.

Það vantar nefnilega danska stafinn ø sem er í nafni Højlunds og United hefur þurft að bíða í dágóðan tíma eftir að fá þá senda til að geta selt treyjuna hans.

United verður ekki sakað um að bregðast hratt við í þessum efnum því félagið keypti Højlund frá Atalanta í byrjun ágúst.

Højlund lék sinn fyrsta leik fyrir United þegar liðið tapaði fyrir Arsenal, 3-1, um þarsíðustu helgi. Hann kom þá inn á sem varamaður í seinni hálfleik og þótti sýna góða takta.

Højlund og félagar hans í danska landsliðinu sigruðu Finnland, 0-1, á útivelli í undankeppni EM 2024 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×