Greindur með lítt þekktan sjúkdóm á ferðalagi: „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 11:50 Gunnar Tómasson, gigtarlæknir, (t.v.) nýtti tengsl sín við bandarískan sérfræðing til þess að hjálpa til við að greina óskýrð veikindi Randolphs Pherson (t.h.) þegar sá síðastnefndi var á ferðalagi á Íslandi fyrir tveimur árum. Vísir Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem fékk greiningu á óútskýrðum veikindum sínum eftir heimsókn á Landspítalann segir það hafa bjargað lífi sínu að koma til Íslands. Tengsl íslensks gigtarlæknis við sérfræðing sem lýsti sjúkdómnum fyrst leiddu meðal annars til greiningarinnar. Randolph H. Pherson, fyrrverandi greinandi hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hafði glímt við óútskýrð veikindi í kjölfar fjórfaldrar hjáveituaðgerðar sem hann gekkst undir árið 2014. Þau lýstu sér meðal annars í sársaukafullum útbrotum sem komu og fóru, háum hitaköstum og óeðlilegri fjölgun hvítra blóðkorna. Í umfjöllun Washington Post segir að Pherson hafi farið á milli sérfræðinga sem hafi útilokað fimmtíu mögulega sjúkdóma án þess að þeim tækist að greina kvillann. Það var ekki fyrr en hann var á ferðalagi á Íslandi haustið 2021 sem hreyfing komst á mál Pherson. Pherson var lagður inn á Landspítalann eftir að hann hneig niður við fjallgöngu. Þar var hann fyrst greindur með gollurshússbólgu, bólgu í kringum hjartað, hjartabilun, blóðtappa í lungu og blóðleysi. Böndin tóku síðan að berast að æðabólgu eða einhvers konar gigtarsjúkdómi. Pherson segir bandaríska blaðinu að einn læknanna á Íslandi hafi sagt honum að ef hann hefði ekki leitað sér hjálpar hefði hann líklega dáið innan mánaðar. „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands,“ segir Pherson. Pherson dvaldi á Landspítalanum í Fossvogi í átján daga haustið 2021.Vísir/Vilhelm Vinskapur við manninn sem lýsti sjúkdómnum fyrst Gunnar Tómasson, gigtarlæknir á Landspítalanum og sérfræðingur í æðabólgu, stakk fyrstur upp á því að Pherson kynni að þjást af VEXAS-heilkenni, sjálfsónæmissjúkdómi sem var fyrst lýst árið 2020. Svo vildi til að Gunnar er vinur Peters Grayson, yfirmanns æðabólgurannsókna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH), sem átti þátt í uppgötvun VEXAS. Grayson sýndi tilfelli Pherson strax áhuga þegar Gunnar hafði samband við hann. Í samtali við Vísi segir Gunnar að þó að grunur um að VEXAS væri orsök veikinda Pherson hefði vaknað á meðan hann lá inni í Fossvogi hafi það ekki verið staðfest fyrr en hann var kominn heim til Bandaríkjanna. Pherson var flogið með sjúkraflugi til Bandaríkjanna eftir tæplega þriggja vikna sjúkrahússdvöl á Íslandi. Þar gekkst hann undir rannsóknir en NIH var ein örfárra stofnana í Bandaríkjunum sem gátu gert raðgreiningu sem þurfti til þess að greina sjúkdóminn. Niðurstaðan var að Pherson væri með VEXAS. „Það var svolítill léttir,“ segir Pherson um að hafa loks fengið greiningu á veikindunum sem voru óútskýrð í sjö ár. Hann hafi þó verið kvíðinn á sama tíma því sjúkdómurinn dregur úr lífslíkum hans. „Njósnarinn sem elskaði okkur“ Gunnar segir í samtali við Vísi að Pherson hafi virst afar þakklátur fyrir þjónustuna sem hann fékk á Landspítalanum, ekki bara sér heldur öllu starfsfólkinu á deild B7 í Fossvogi. „Við svona göntuðumst með að hann væri „the spy who loved us“ (ísl. njósnarinn sem elskaði okkur) því hann hafði unnið hjá CIA,“ segir Gunnar og vísar til titils kvikmyndar um ofurnjósnarann James Bond. „Njósnarinn sem elskaði mig“ með Roger Moore í hlutverki James Bond kom út árið 1977.Bob Peak Gunnar segir æðabólgusamfélagið ekki stórt á heimsvísu. Það telji ef til vill nokkur hundruð sérfræðinga sem eru virkir. Hann hafi fengið góða þjálfun í sérnámi sínu og þar hafi orðið til tengsl sem hann hafi reynt að viðhalda og rækt. Þeir Grayson voru saman í rannsóknarnámi í Boston á sínum tíma. „Það lá beint við fyrst að þessi möguleiki kom upp að hann gæti verið með þetta að tala við [Grayson],“ segir Gunnar. Þó að Pherson segi við Washington Post að hann hafi aldrei hitt lækni sem hafði heyrt um VEXAS segir Gunnar að innan æðabólguheimsins viti margir læknir af sjúkdómnum núna. „Maður vissi náttúrulega af þessu vegna þess að vinur minn var að finna hann. Jafnvel þó að ég hefði ekki þekkt Peter Grayson þá hefði ég nú heyrt af þessum sjúkdómi því það er mjög líklegt að fjöldi fólks hafi fengið þennan sjúkdóm síðustu áratugi og ekki verið greint,“ segir Gunnar sem veit til þess að Íslendingur hafi greinst með VEXAS. Erfiður viðfangs jafnvel með réttri greiningu Orsök VEXAS er erfðastökkbreyting í X-litningi en hún er ekki arfgeng. Ekki er vitað hvað veldur stökkbreytingunni en hún er mun algengari í körlum en konum. Hún kemur sjaldnast fram fyrir fimmtugt. Áætlað er að einn af hverjum 4.000 karlmönnum yfir fimmtugu séu haldnir VEXAS. Æðabólga getur verið fyrstu sjúkdómseinkennin ásamt útbrotum og hita. Sjúklingar geta einnig þurft að fá blóðgjafir vegna þess að sjúkdómurinn getur lagst á beinmerg. „Hann getur verið mjög alvarlegur og ekkert alltaf sem ræðst vel við hann, jafnvel þó að greiningin liggi fyrir,“ segir Gunnar. Haft er eftir Grayson í grein Washington Post að VEXAS sé lífshættulegur sjúkdómur. Lífslíkur séu um það bil tíu ár frá því að hann greinist fyrst. NIH rannsakar nú hvort að beinmergsskipti gagnist sem meðferð gegn sjúkdómnum. Pherson, sem er 74 ára gamall, er nú á sterum og öðrum ónæmibælandi lyfjum sem eiga að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann hefur engu að síður þurft að leggjast inn á sjúkrahús í þrígang frá 2021. „Ég er með frekar mikið jafnaðargeð. Ég held bara áfram að gera það sem ég geri þar til ég get það ekki lengur,“ segir hann. Bandaríkin Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Randolph H. Pherson, fyrrverandi greinandi hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, hafði glímt við óútskýrð veikindi í kjölfar fjórfaldrar hjáveituaðgerðar sem hann gekkst undir árið 2014. Þau lýstu sér meðal annars í sársaukafullum útbrotum sem komu og fóru, háum hitaköstum og óeðlilegri fjölgun hvítra blóðkorna. Í umfjöllun Washington Post segir að Pherson hafi farið á milli sérfræðinga sem hafi útilokað fimmtíu mögulega sjúkdóma án þess að þeim tækist að greina kvillann. Það var ekki fyrr en hann var á ferðalagi á Íslandi haustið 2021 sem hreyfing komst á mál Pherson. Pherson var lagður inn á Landspítalann eftir að hann hneig niður við fjallgöngu. Þar var hann fyrst greindur með gollurshússbólgu, bólgu í kringum hjartað, hjartabilun, blóðtappa í lungu og blóðleysi. Böndin tóku síðan að berast að æðabólgu eða einhvers konar gigtarsjúkdómi. Pherson segir bandaríska blaðinu að einn læknanna á Íslandi hafi sagt honum að ef hann hefði ekki leitað sér hjálpar hefði hann líklega dáið innan mánaðar. „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands,“ segir Pherson. Pherson dvaldi á Landspítalanum í Fossvogi í átján daga haustið 2021.Vísir/Vilhelm Vinskapur við manninn sem lýsti sjúkdómnum fyrst Gunnar Tómasson, gigtarlæknir á Landspítalanum og sérfræðingur í æðabólgu, stakk fyrstur upp á því að Pherson kynni að þjást af VEXAS-heilkenni, sjálfsónæmissjúkdómi sem var fyrst lýst árið 2020. Svo vildi til að Gunnar er vinur Peters Grayson, yfirmanns æðabólgurannsókna hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH), sem átti þátt í uppgötvun VEXAS. Grayson sýndi tilfelli Pherson strax áhuga þegar Gunnar hafði samband við hann. Í samtali við Vísi segir Gunnar að þó að grunur um að VEXAS væri orsök veikinda Pherson hefði vaknað á meðan hann lá inni í Fossvogi hafi það ekki verið staðfest fyrr en hann var kominn heim til Bandaríkjanna. Pherson var flogið með sjúkraflugi til Bandaríkjanna eftir tæplega þriggja vikna sjúkrahússdvöl á Íslandi. Þar gekkst hann undir rannsóknir en NIH var ein örfárra stofnana í Bandaríkjunum sem gátu gert raðgreiningu sem þurfti til þess að greina sjúkdóminn. Niðurstaðan var að Pherson væri með VEXAS. „Það var svolítill léttir,“ segir Pherson um að hafa loks fengið greiningu á veikindunum sem voru óútskýrð í sjö ár. Hann hafi þó verið kvíðinn á sama tíma því sjúkdómurinn dregur úr lífslíkum hans. „Njósnarinn sem elskaði okkur“ Gunnar segir í samtali við Vísi að Pherson hafi virst afar þakklátur fyrir þjónustuna sem hann fékk á Landspítalanum, ekki bara sér heldur öllu starfsfólkinu á deild B7 í Fossvogi. „Við svona göntuðumst með að hann væri „the spy who loved us“ (ísl. njósnarinn sem elskaði okkur) því hann hafði unnið hjá CIA,“ segir Gunnar og vísar til titils kvikmyndar um ofurnjósnarann James Bond. „Njósnarinn sem elskaði mig“ með Roger Moore í hlutverki James Bond kom út árið 1977.Bob Peak Gunnar segir æðabólgusamfélagið ekki stórt á heimsvísu. Það telji ef til vill nokkur hundruð sérfræðinga sem eru virkir. Hann hafi fengið góða þjálfun í sérnámi sínu og þar hafi orðið til tengsl sem hann hafi reynt að viðhalda og rækt. Þeir Grayson voru saman í rannsóknarnámi í Boston á sínum tíma. „Það lá beint við fyrst að þessi möguleiki kom upp að hann gæti verið með þetta að tala við [Grayson],“ segir Gunnar. Þó að Pherson segi við Washington Post að hann hafi aldrei hitt lækni sem hafði heyrt um VEXAS segir Gunnar að innan æðabólguheimsins viti margir læknir af sjúkdómnum núna. „Maður vissi náttúrulega af þessu vegna þess að vinur minn var að finna hann. Jafnvel þó að ég hefði ekki þekkt Peter Grayson þá hefði ég nú heyrt af þessum sjúkdómi því það er mjög líklegt að fjöldi fólks hafi fengið þennan sjúkdóm síðustu áratugi og ekki verið greint,“ segir Gunnar sem veit til þess að Íslendingur hafi greinst með VEXAS. Erfiður viðfangs jafnvel með réttri greiningu Orsök VEXAS er erfðastökkbreyting í X-litningi en hún er ekki arfgeng. Ekki er vitað hvað veldur stökkbreytingunni en hún er mun algengari í körlum en konum. Hún kemur sjaldnast fram fyrir fimmtugt. Áætlað er að einn af hverjum 4.000 karlmönnum yfir fimmtugu séu haldnir VEXAS. Æðabólga getur verið fyrstu sjúkdómseinkennin ásamt útbrotum og hita. Sjúklingar geta einnig þurft að fá blóðgjafir vegna þess að sjúkdómurinn getur lagst á beinmerg. „Hann getur verið mjög alvarlegur og ekkert alltaf sem ræðst vel við hann, jafnvel þó að greiningin liggi fyrir,“ segir Gunnar. Haft er eftir Grayson í grein Washington Post að VEXAS sé lífshættulegur sjúkdómur. Lífslíkur séu um það bil tíu ár frá því að hann greinist fyrst. NIH rannsakar nú hvort að beinmergsskipti gagnist sem meðferð gegn sjúkdómnum. Pherson, sem er 74 ára gamall, er nú á sterum og öðrum ónæmibælandi lyfjum sem eiga að halda sjúkdómnum í skefjum. Hann hefur engu að síður þurft að leggjast inn á sjúkrahús í þrígang frá 2021. „Ég er með frekar mikið jafnaðargeð. Ég held bara áfram að gera það sem ég geri þar til ég get það ekki lengur,“ segir hann.
Bandaríkin Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira