Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 10:30 2007 eða 2023? AFP/Vísir/Diego Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira