Kim í lest á leið til Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2023 17:56 Lest, sem talin er vera einkalest Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við landamæri Kóreu og Kína í dag. AP/Ng Han Guan Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. Þetta er í fyrsta sinn í sem Kim fer út fyrir landamæri Norður-Kóreu í nokkur ár og kemur í kjölfar þess að hann og Pútín eru sagðir hafa sent bréf sín á milli og rætt saman í síma. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir embættismönnum þar að verið sé að aka lestinni til Rússlands en ekki hefur verið staðfest að Kim sé um borð. Hann hefur áður notað lestina til að fara til Rússlands og til Kína. Síðast þegar Kim fór til útlanda fór hann einnig til Vladivostok en það var árið 2019. Umrædd lest sem Kim notast við er sögð vera mynduð úr minnst tuttugu skotheldum lestarvögnum og er hún þess vegna gríðarlega þung. Í frétt BBC segir að lestin fari ekki hraðar en 59 kílómetra á klukkustund. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að Pútín sé að reyna að verða sér út um skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn til að nota við innrás Rússa í Úkraínu. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu og er mikið notað af báðum fylkingum. Bandaríkjamenn segja að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og að því leyti þeir aðstoðar. Erfitt er að segja til um hve miklum birgðum af sprengikúlum fyrir stórskotalið Kim situr á, þar sem tiltölulega litlar upplýsingar berast frá einræðisríkinu. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar gætu einnig sent Kim matvæli en fregnir berast reglulega af uppskerubrestum og hungursneyð þar í landi. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í sem Kim fer út fyrir landamæri Norður-Kóreu í nokkur ár og kemur í kjölfar þess að hann og Pútín eru sagðir hafa sent bréf sín á milli og rætt saman í síma. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir embættismönnum þar að verið sé að aka lestinni til Rússlands en ekki hefur verið staðfest að Kim sé um borð. Hann hefur áður notað lestina til að fara til Rússlands og til Kína. Síðast þegar Kim fór til útlanda fór hann einnig til Vladivostok en það var árið 2019. Umrædd lest sem Kim notast við er sögð vera mynduð úr minnst tuttugu skotheldum lestarvögnum og er hún þess vegna gríðarlega þung. Í frétt BBC segir að lestin fari ekki hraðar en 59 kílómetra á klukkustund. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að Pútín sé að reyna að verða sér út um skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn til að nota við innrás Rússa í Úkraínu. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu og er mikið notað af báðum fylkingum. Bandaríkjamenn segja að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og að því leyti þeir aðstoðar. Erfitt er að segja til um hve miklum birgðum af sprengikúlum fyrir stórskotalið Kim situr á, þar sem tiltölulega litlar upplýsingar berast frá einræðisríkinu. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar gætu einnig sent Kim matvæli en fregnir berast reglulega af uppskerubrestum og hungursneyð þar í landi. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01
Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53
Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24