Ísland lagði Bosníu og Hersegóvínu með einu marki gegn engu í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á mánudagskvöld. Þó vonir Íslands um að komast upp úr riðlinum þá áttu gestirnir enn von, sú von varð að engu með tapi á Laugardalsvelli.
Strax eftir leik bárust þau tíðindi að Meho Kodro, þjálfari liðsins á Laugardalsvelli, hefði verið rekinn. Eru þetta önnur þjálfaraskipti knattspyrnusambandsins á stuttum tíma en Faruk Hadžibegić var við stjórnvölin þegar Bosnía og Hersegóvína vann öruggan 3-0 sigur á Íslandi í upphafi undankeppninnar.
Vico Zeljković, forseti knattspyrnusambands landsins, var ekki lengi að tjá sig eftir leik og sagði að það yrði eitthvað að breytast. Í stað þess að horfa í eigin barm virðist hann hafa ákveðið að skipta um þjálfara enn á ný.
Hvort leikmenn Bosníu og Hersegóvínu voru að mótmæla brottrekstrinum eða höfðu einfaldlega ekki áhuga á að ræða við fjölmiðla eftir leik er óvitað en ljóst er að þeir strunsuðu framhjá þeim blaðamönnum sem vildu ræða við þá.
The arrogance of the stars (players) refusing to appear in front of the cameras showed what they think about the Bosnian public and how much they care about the opinions of people who invest their own money to come and support them.
— BiHFootball (@BiHFootball) September 11, 2023
In doing so, they displayed immense pic.twitter.com/EkVu2Z4sR9
Að loknum sex leikjum er Bosnía með sex stig líkt og Ísland. Þjóðirnar eru í 4. og 5. sæti J-riðils.