Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2023 12:14 Adotta CBD Reykjavík ehf. fær 100 þúsund króna vegna fullyrðinganna. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Neytendastofa tilkynnti á dögunum að Healing Iceland ehf. hefði einnig verið sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og seldar eru á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin voru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Á vef Neytendastofu segir að mál Adotta CBD Reykjavík hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum sem birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is. „Undir rekstri málsins hélt Adotta CBD Reykjavík því fram að ekki væri um fullyrðingar að ræða samkvæmt skilgreiningu þess orðs ásamt því að haldið var fram að umræddar vörur hefðu margvísleg áhrif til bóta fyrir notandann. Því væri ljóst að vörurnar bæti svefn og dragi úr verkjum. Á síðari stigum málsins kom fram að umræddar útvarpsauglýsingar hefðu verið settar fram í góðri trú. Verði niðurstaða Neytendastofu sú að nálgun og orðalag sé ekki í lagi verði hætt að notast við umræddar útvarpsauglýsingar. Þá hafi félagið tekið út af vefsíðu sinni fullyrðingar um virkni vara félagsins á taugakerfið. Taldi Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif efnis á heilsu manna og mikilvægt að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu. Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leyti og byggi kauphegðun sína á þeim og væru fullyrðingarnar því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54