Eins og gott hjónabandspróf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 21:00 Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi eiga bátana Von og Skuld. arnar halldórsson Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við. Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við.
Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira