Opinbera forgjöf Gareth Bale sem verður í ráshóp með Rory McIlroy Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. september 2023 23:30 Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er lunkinn golfari. Stuart Franklin/Getty Images Ráhóparnir fyrir BMW PGA Championship Celebrity Pro-Am mótið í golfi sem hefst á morgun voru birtir fyrr í dag. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale verður í ráshóp með Norður-Íranum Rory McIlroy. Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira