Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 20:29 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í ræðu við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Kristrún sagði að Samfylkingin tæki ekki þátt í svona hegðun og fólk geti treyst Samfylkingunni. „Við viljum mæta til leiks með raunsæjar lausnir sem endurspegla þau skref sem meirihluti þjóðar vill að verði tekin í grundvallarmálaflokkum. Fólkið í landinu skilur vel að það er ekki hægt að gera allt. Það vill bara að stjórnmálafólk sé hreinskilið um þá vegferð sem það treystir sér í. Eða eins og ágætur maður sem ég rakst á á kaffihúsi um daginn sagði: „Maður gerir ekki miklar kröfur til stjórnmálamanna. Bara að þau geri það sem þau segjast ætla að gera.“,“ sagði Kristrún. Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka í könnunum þessa dagana. Flokkurinn mældist til að mynda með 28,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúls Gallup. Næstur var Sjálfstæðisflokkurinn með 21,1 prósent. Píratar mældust með 10,3 prósent, Miðflokkurinn með 8,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 7,5 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent, Flokkur Fólksins með 6,3 prósent, Vinstri græn með 5,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4,4 prósent. Kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn Í ræðunni sagði Kristrún að Samfylkingin hefði viðurkennt að forgangsraða þyrfti á næsta kjörtímabili og að undirbúningsvinna stæði yfir. Efnahagurinn, velferð og öryggi fólk væri í fyrstu sætunum hjá flokknum. Kristrún sagði að flokkurinn myndi kynna verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála. „Við höfum hlustað, meðtekið og sett á blað hvernig við viljum tryggja að grunnurinn sé í lagi; að fólk finni fyrir öryggi, hvar sem það býr og hafi fastan tengipunkt við heilbrigðiskerfið; hvernig við drögum úr skriffinnsku og tryggjum að heilbrigðisstarfsfólk hafi meiri tíma með sjúklingnum, svo dæmi séu nefnd.“ Kristrún sagði að þetta væri Samfylkingin að gera, á meðan ríkisstjórnin væri upptekin við að rífast við sjálfan sig um eigin vandamál. Eigið stjórnleysi í útlendingamálum, eigið virkjanastopp og endalaust hringl með hvalveiðar. Þá sagði hún að svo virtist sem það eina sem meðlimir ríkisstjórnarinnar væru sammála um innbyrðis væri að halda áfram að reka skaðlega efnahags- og velferðarstefnu, sem græfi undan stöðugleika. „Þetta blasti við landsmönnum síðast í gær, þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um bót og betrun þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Fjárlögin afhjúpa þau. Ríkisstjórnin heldur sig við óbreytta stefnu frá fjármálaáætlun í vor og árið þar á undan, að því er virðist óháð aðstæðum í samfélaginu. Á tímum viðvarandi verðbólgu og eftir fjórtán vaxtahækkanir í röð.“ Kristrún sagði ríkisstjórnina um að kalla hærri vexti yfir heimilin með því að velta allri ábyrgð á baráttunni við verðbólguna í fang Seðlabankans. Einnig væri verið að kynda undir óróa á vinnumarkaði, sem gæti leitt til enn meiri verðbólgu. Hún sagði aðhaldið eiga nú að koma næstum því allt frá efsta stjórnsýslulaginu og það væri í besta falli broslegt, eftir markvissa fjölgun ráðherra stóla. Á sama tíma væri ekkert gert til að koma í veg fyrir að kjarabætur verði eingöngu sóttar í gegnum launaliðinn.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. 13. september 2023 08:00