Enski boltinn

Móðir Maguire tjáir sig: „Óska þess að enginn verði fyrir svona að­kasti“

Aron Guðmundsson skrifar
Móðir Harry Maguire hefur fengið nóg af því aðkasti sem beint er í garð sonar hennar.  
Móðir Harry Maguire hefur fengið nóg af því aðkasti sem beint er í garð sonar hennar.  

Móðir Harry Maguire, leik­manns enska lands­liðsins í fót­bolta og Manchester United, segir það taka mjög á að horfa upp á hann þurfa að ganga í gegnum það að­kast sem beint hefur verið að honum undan­farið. Hún óski engum að ganga í gegnum það sem sonur hennar er að ganga í gegnum.

Zoe Maguire, móðir Harry, tjáir sig í færslu á sam­fé­lags­miðlum en í kjöl­far ný­af­staðins lands­leikja­hlés hefur mikið verið rætt um stöðu Harry Maguire sem hefur mátt þola alls­konar að­kast í sinn garð, bæði í leikjum með enska lands­liðinu sem og Manchester United.

„Sem móðir finnst mér það ó­á­sættan­legt þegar að ég sé nei­kvæðu og niðrandi um­mælin sem hann fær frá stuðnings­mönnum, sér­fræðingum og fjöl­miðlum í sinn garð. Og það væri einnig staðan það í sama hvað at­vinnu­grein væri um að ræða.“

Stuðnings­menn Skot­lands fögnuðu hæðnis­lega hverri heppnaðri sendingu sem Maguire kom frá sér í vin­áttu­leik Eng­lands og Skot­lands á dögunum og þá hafði hann lent í svipaðri upp­á­komu í leik með Manchester United gegn Arsenal í ensku úr­vals­deildinni á dögunum.

„Ég skil að í heimi fót­boltans eru hæðir og lægðir, já­kvæðir hlutir sem og nei­kvæðir en það sem hefur verið sagt og beint í garð sonar míns er eitt­hvað sem nær langt út fyrir fót­boltann.“

Hún segir það taka á að sjá son sinn þurfa að ganga í gegnum það sem hann er að ganga

„Ég myndi hata það að sjá annan leik­mann og for­eldra hans ganga gegnum það sem við höfum verið að ganga í gegnum, sér í lagi ef um er að ræða unga stráka og stelpur sem eru að reyna feta þennan stíg í dag.“

Harry sé með stórt hjarta og sé að standa sig vel.

„Hann er sterkur and­lega og getur tekist á við þetta á meðan að aðrir myndu ekki gera það. Ég óska þess að enginn verði fyrir svona að­kasti.“

Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester á rúmar 89 milljónir punda eftir að hafa heillað hjá Leicester City.

Hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að halda góðu gengi gangandi og hefur oft á tíðum fengið að heyra það frá stuðnings­mönnum sem og knatt­spyrnu­sér­fræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×