Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 15:01 Þröstur var duglegur að vísa í Biblíuna í máli sínu, en hann sagðist meðal annars óttast að fara með ákveðna bæn í ótta um afleiðingar þess fyrir andstæðinga sína. Málið varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Vegagerðin Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti. Hann vísaði til Síðari króníkubókar úr Gamla testamentinu og Postulasögunnar úr því nýja, þegar hann færði rök fyrir því að málið væri fordæmalaust og að hann ætlaði sér að sitja sem fastast. Málið sem sveitarstjórnin telur Þröst vanhæfan í varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Samkvæmt heimildum Vísis á bróðir Þrastar lóðir sem Fjarðaheiðargöng myndu liggja um yrðu þau lögð. Tillagan um þessa skipulagsbreytingu var samþykkt með tíu atkvæðum að Þresti viðstöddum sem fékk ekki að tjá sig um málið. Óttaðist afleiðingar bænar Þegar mögulegt vanhæfi Þrastar var tekið til umræðu tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnarinnar, til máls. Hún rak söguna á þá leið að þetta mál hefði áður komið til umræðu og þá hafi sveitarstjórn kosið Þröst vanhæfan, en hann kært niðurstöðuna til innviðaráðherra. Í svari ráðherra hafi ekki verið sett út á niðurstöðu sveitarstjórnar Þröstur tók þá sjálfur til máls, en hann virðist líta svarið öðrum augum og vill meina að mögulegt vanhæfi hans sé í raun mjög óljóst í lagalegum skilningi. Ráðherra hafi ekki tekið afstöðu til málsins. Hann tók fram í upphafi ræðu sinnar að hann ætlaði sér ekki að vera langorður í máli sínu. Ræða hans varð tæplega tólf mínútna löng. Bæn Asa konungs, úr fjórtánda kafla Síðari konungsbókar Gamla testamentisins varð til umfjöllunar Þrastar. „Ástæðan fyrir því að ég vil helst ekki grípa til þeirrar bænar er sú að afleiðingarnar fyrir mótherjanna urðu skelfilegar. Ég bið þess að þær verði ekki hér,“ sagði Þröstur og vísar til sögunnar af því þegar Guð lagði mikinn her af velli og þjóð hans tók mikið herfang í kjölfarið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að taka á þessu máli sem kristinn einstaklingur,“ sagði Þröstur, sem játaði, að eigin sögn, þá synd að hann ætti erfitt með að umbera andstæðinga sína í þessu máli, líkt og Pétur postuli segði sér að gera. „Ég mun sitja sem fastast“ Þegar Þröstur hafði lokið máli sínu var kosið um vanhæfi hans. Líkt og áður segir kusu tíu manns með vanhæfistillögunni, en einn gegn og þar var sjálfur Þröstur. Hann var þá beðinn um að yfirgefa fundarherbergið, en fékk fyrst að segja nokkur orð aftur. Ræða hans í það skiptið var öllu styttri, en aftur vísaði hann til Péturs postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Þröstur var aftur beðinn um að yfirgefa fundarsalinn, en ljóst var að hann ætlaði sér ekki að gera það. Þá var ákveðið að taka skyldi fundarhlé. Þegar fundurinn hófst á ný fékk Þröstur að sitja áfram í fundarsalnum, en sökum vanhæfis hafði hann hvorki málfrelsi, tillögu- né atkvæðisrétt. Tillagan sem málið varðar var samþykkt með tíu atkvæðum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur hefur áður ratað í fjölmiðla. Fyrir rétt tæpu ári síðan var það vegna þessa sama máls, en þá kallaði hann til Guðs í ræðu sinni. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þá, en forseti sveitarstjórnar svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ svaraði Þröstur þá. Jafnframt vakti athygli þegar hann sagði að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi þegar heimsfaraldurinn reið yfir. Einnig sagðist hann sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Múlaþing Trúmál Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Hann vísaði til Síðari króníkubókar úr Gamla testamentinu og Postulasögunnar úr því nýja, þegar hann færði rök fyrir því að málið væri fordæmalaust og að hann ætlaði sér að sitja sem fastast. Málið sem sveitarstjórnin telur Þröst vanhæfan í varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Samkvæmt heimildum Vísis á bróðir Þrastar lóðir sem Fjarðaheiðargöng myndu liggja um yrðu þau lögð. Tillagan um þessa skipulagsbreytingu var samþykkt með tíu atkvæðum að Þresti viðstöddum sem fékk ekki að tjá sig um málið. Óttaðist afleiðingar bænar Þegar mögulegt vanhæfi Þrastar var tekið til umræðu tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnarinnar, til máls. Hún rak söguna á þá leið að þetta mál hefði áður komið til umræðu og þá hafi sveitarstjórn kosið Þröst vanhæfan, en hann kært niðurstöðuna til innviðaráðherra. Í svari ráðherra hafi ekki verið sett út á niðurstöðu sveitarstjórnar Þröstur tók þá sjálfur til máls, en hann virðist líta svarið öðrum augum og vill meina að mögulegt vanhæfi hans sé í raun mjög óljóst í lagalegum skilningi. Ráðherra hafi ekki tekið afstöðu til málsins. Hann tók fram í upphafi ræðu sinnar að hann ætlaði sér ekki að vera langorður í máli sínu. Ræða hans varð tæplega tólf mínútna löng. Bæn Asa konungs, úr fjórtánda kafla Síðari konungsbókar Gamla testamentisins varð til umfjöllunar Þrastar. „Ástæðan fyrir því að ég vil helst ekki grípa til þeirrar bænar er sú að afleiðingarnar fyrir mótherjanna urðu skelfilegar. Ég bið þess að þær verði ekki hér,“ sagði Þröstur og vísar til sögunnar af því þegar Guð lagði mikinn her af velli og þjóð hans tók mikið herfang í kjölfarið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að taka á þessu máli sem kristinn einstaklingur,“ sagði Þröstur, sem játaði, að eigin sögn, þá synd að hann ætti erfitt með að umbera andstæðinga sína í þessu máli, líkt og Pétur postuli segði sér að gera. „Ég mun sitja sem fastast“ Þegar Þröstur hafði lokið máli sínu var kosið um vanhæfi hans. Líkt og áður segir kusu tíu manns með vanhæfistillögunni, en einn gegn og þar var sjálfur Þröstur. Hann var þá beðinn um að yfirgefa fundarherbergið, en fékk fyrst að segja nokkur orð aftur. Ræða hans í það skiptið var öllu styttri, en aftur vísaði hann til Péturs postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Þröstur var aftur beðinn um að yfirgefa fundarsalinn, en ljóst var að hann ætlaði sér ekki að gera það. Þá var ákveðið að taka skyldi fundarhlé. Þegar fundurinn hófst á ný fékk Þröstur að sitja áfram í fundarsalnum, en sökum vanhæfis hafði hann hvorki málfrelsi, tillögu- né atkvæðisrétt. Tillagan sem málið varðar var samþykkt með tíu atkvæðum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur hefur áður ratað í fjölmiðla. Fyrir rétt tæpu ári síðan var það vegna þessa sama máls, en þá kallaði hann til Guðs í ræðu sinni. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þá, en forseti sveitarstjórnar svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ svaraði Þröstur þá. Jafnframt vakti athygli þegar hann sagði að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi þegar heimsfaraldurinn reið yfir. Einnig sagðist hann sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020.
Múlaþing Trúmál Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent