Viðskipti innlent

Ágúst Héðins kveður K100 og Retro

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ágúst Héðinsson hefur starfað í fjölmiðlum um árabil.
Ágúst Héðinsson hefur starfað í fjölmiðlum um árabil. Árvakur

Ágúst Héðinsson hefur lokið störfum sem dagskrárstjóri K100 og Retro. Þetta kom fram í tölvupósti til starfsmanna á þriðjudaginn.

Greint var frá ráðningu Ágústar í febrúar á síðasta ári, en hann hafði áður stýrt markaðs- og kynn­ing­ar­mál­um hjá útvarpsstöðvunum.

Ágúst hefur lengi starfað í fjölmiðlum, en hann er viðskiptafræðingur að mennt.

Hann hefur til að mynda stýrt útvarpsstöðinni Bylgjunni og var framkvæmdastjóri Ljósvakasviðs hjá 365 miðlum. Þá starfaði hann sem markaðsstjóri inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­isins Haugen Grupp­en.

Ekki náðist í Ágúst við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×