Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 20:43 Vilhjálmur Birgisson og Sigríður Margrét Oddsdóttir. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Rætt var við þau Sigríði og Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Meðal annars var talað um fjárlagafrumvarpið og komandi vetur. Sigríður sagði að verið væri að skoða fjárlagafrumvarpið nánar innan veggja SA en almennt sé jákvætt að mikil efnahagsumsvif hafi jákvæð áhrif á ríkissjóð. Hins vegar sé leitt að einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins sé vaxtakostnaður. „Við þess vegna fram á það að dæmigert heimili, með fjóra í heimili, sé á næsta ári að borga einhverja milljón krónur í vaxtakostnað,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að almennt væri umhverfið mjög krefjandi þessa dagana. Til dæmis væru tveir þriðju þeirrar útgjaldaaukningu sem fjallað væri um í fjárlagafrumvarpinu vegna launa og verðlagsbreytinga. „Það bara undirstrikar mikilvægi þessa verkefni sem við Vilhjálmur erum með á bakinu,“ sagði Sigríður. Segir heilmikið vanta Vilhjálmur sagði heilmikið vanta í frumvarpið. Ekkert væri í því sem gerði það að verkum að hægt væri að vera bjartsýnn á að hægt væri að ná langtímasamningum. Ljóst væri að stjórnvöld þyrftu að hafa umtalsverða aðkomu að komandi kjarasamningum ef takast ætti að ná samningum til langs tíma. Ekkert í fjárlagafrumvarpinu gæfi til kynna að ríkisstjórnin ætlaði að gera það. Hann sagði að allir hér á landi finndu fyrir því hvernig verðlag hafði rokið upp. Það þyrfti að koma til móts við barnafjölskyldur með hærri barnabótum. Það þyrfti að lækka skattbyrði á þá tekjulægstu og millitekjufólk. Það þyrfti að koma eðlilegum fjármálamarkaði á hér á landi, þar sem fólk færi sambærileg launakjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og, í svona hárri verðbólgu og háu vaxtastigi, þá verða fyrirtækin að draga úr arðsemi sinni til að taka þátt í því að ná verðbólgunni niður,“ sagði Vilhjálmur. „Það eru fjölmörg önnur atriði“ Þar nefndi hann til að mynda háan kostnað sem fólk á landsbyggðinni þyrfti að leggja út til að sækja sér læknisþjónustu. Hlusta má á samræðurnar í spilaranum hér að neðan. Ljóst að fólk mun ekki ráða við hækkunina Þá tók Vilhjálmur undir það að slæmt væri að ríkið væri að greiða svo mikið í vaxtakostnað og nefndi hann 111 milljarða króna og minnti hann að það væri meira en kostaði að reka Landspítalann á ári. „Það liggur fyrir að á næsta ári er að skella á sex hundruð milljarða stafli á íslensk heimili, þar sem að fólk er að fara úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti. Það mun þýða hundrað prósent hækkun hjá fólki hvað varðar þann vaxtakostnað og það er alveg ljóst að fólk mun ekkert ráða við það.“ Vilhjálmur sagði ekkert talað um þetta í fjárlagafrumvarpinu eða hvernig ætti að standa við bakið á heimilunum í landinu. Hann sagðist svo hafa heyrt fjármálaráðherra segja að ríkið ætti ekki að koma að gerð kjarasamninga og minnti á að ríkið hefði varið 450 milljarða til að styðja við atvinnulífið og launafólk með alls konar styrkjum og lánum. „Þá var veskið bara galopið hjá ríkissjóði, til að koma til móts við atvinnulífið,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að nú virtist sem ekki væri áhugi á því. „Nú þurfa stjórnvöld að hugsa málið þannig: „Hvernig ætlum við að komast hjá því að heimilin lendi hér í gríðarlegum vanda?““ Hann sagði þetta eiga einnig við SA og sveitarfélögin og sagði að ef þessir aðilar finndu engin svör væri hann hræddur um að íslenskur vinnumarkaður „muni loga hér allur í verkföllum í upphafi næsta árs.“ Þurfa að vera samtaka og skynsöm Sigríður sagði Vilhjálm benda á kjarna þess vanda sem þau stæðu frammi fyrir og það væri ekki hægt að leysa úr honum án þess að vera samtaka og í senn skynsöm. „Það er ólíðandi bæði fyrir fyrirtæki, sem í flestum tilfellum á Íslandi eru lítil og meðalstór, að búa við það að verðbólga sé um átta prósent og við séum með stýrivexti sem að eru 9,25 prósent. Þessi staða kemur sér jafn illa fyrir fyrirtæki eins og fyrir heimili.“ Hún sagði það skipta öllu máli í komandi kjaraviðræðum að ná skynsömum samningum sem innistaða væri fyrir hjá fyrirtækjum. Ef laun hækkuðu umfram það sem innistaða væri fyrir, væri ljóst hvaða afleiðingar það hefði. Hún sagði fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð hingað til. Hagnaður margra fyrirtækja á markaði væru að dragast saman um tuttugu prósent. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Rætt var við þau Sigríði og Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Meðal annars var talað um fjárlagafrumvarpið og komandi vetur. Sigríður sagði að verið væri að skoða fjárlagafrumvarpið nánar innan veggja SA en almennt sé jákvætt að mikil efnahagsumsvif hafi jákvæð áhrif á ríkissjóð. Hins vegar sé leitt að einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins sé vaxtakostnaður. „Við þess vegna fram á það að dæmigert heimili, með fjóra í heimili, sé á næsta ári að borga einhverja milljón krónur í vaxtakostnað,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að almennt væri umhverfið mjög krefjandi þessa dagana. Til dæmis væru tveir þriðju þeirrar útgjaldaaukningu sem fjallað væri um í fjárlagafrumvarpinu vegna launa og verðlagsbreytinga. „Það bara undirstrikar mikilvægi þessa verkefni sem við Vilhjálmur erum með á bakinu,“ sagði Sigríður. Segir heilmikið vanta Vilhjálmur sagði heilmikið vanta í frumvarpið. Ekkert væri í því sem gerði það að verkum að hægt væri að vera bjartsýnn á að hægt væri að ná langtímasamningum. Ljóst væri að stjórnvöld þyrftu að hafa umtalsverða aðkomu að komandi kjarasamningum ef takast ætti að ná samningum til langs tíma. Ekkert í fjárlagafrumvarpinu gæfi til kynna að ríkisstjórnin ætlaði að gera það. Hann sagði að allir hér á landi finndu fyrir því hvernig verðlag hafði rokið upp. Það þyrfti að koma til móts við barnafjölskyldur með hærri barnabótum. Það þyrfti að lækka skattbyrði á þá tekjulægstu og millitekjufólk. Það þyrfti að koma eðlilegum fjármálamarkaði á hér á landi, þar sem fólk færi sambærileg launakjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og, í svona hárri verðbólgu og háu vaxtastigi, þá verða fyrirtækin að draga úr arðsemi sinni til að taka þátt í því að ná verðbólgunni niður,“ sagði Vilhjálmur. „Það eru fjölmörg önnur atriði“ Þar nefndi hann til að mynda háan kostnað sem fólk á landsbyggðinni þyrfti að leggja út til að sækja sér læknisþjónustu. Hlusta má á samræðurnar í spilaranum hér að neðan. Ljóst að fólk mun ekki ráða við hækkunina Þá tók Vilhjálmur undir það að slæmt væri að ríkið væri að greiða svo mikið í vaxtakostnað og nefndi hann 111 milljarða króna og minnti hann að það væri meira en kostaði að reka Landspítalann á ári. „Það liggur fyrir að á næsta ári er að skella á sex hundruð milljarða stafli á íslensk heimili, þar sem að fólk er að fara úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti. Það mun þýða hundrað prósent hækkun hjá fólki hvað varðar þann vaxtakostnað og það er alveg ljóst að fólk mun ekkert ráða við það.“ Vilhjálmur sagði ekkert talað um þetta í fjárlagafrumvarpinu eða hvernig ætti að standa við bakið á heimilunum í landinu. Hann sagðist svo hafa heyrt fjármálaráðherra segja að ríkið ætti ekki að koma að gerð kjarasamninga og minnti á að ríkið hefði varið 450 milljarða til að styðja við atvinnulífið og launafólk með alls konar styrkjum og lánum. „Þá var veskið bara galopið hjá ríkissjóði, til að koma til móts við atvinnulífið,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að nú virtist sem ekki væri áhugi á því. „Nú þurfa stjórnvöld að hugsa málið þannig: „Hvernig ætlum við að komast hjá því að heimilin lendi hér í gríðarlegum vanda?““ Hann sagði þetta eiga einnig við SA og sveitarfélögin og sagði að ef þessir aðilar finndu engin svör væri hann hræddur um að íslenskur vinnumarkaður „muni loga hér allur í verkföllum í upphafi næsta árs.“ Þurfa að vera samtaka og skynsöm Sigríður sagði Vilhjálm benda á kjarna þess vanda sem þau stæðu frammi fyrir og það væri ekki hægt að leysa úr honum án þess að vera samtaka og í senn skynsöm. „Það er ólíðandi bæði fyrir fyrirtæki, sem í flestum tilfellum á Íslandi eru lítil og meðalstór, að búa við það að verðbólga sé um átta prósent og við séum með stýrivexti sem að eru 9,25 prósent. Þessi staða kemur sér jafn illa fyrir fyrirtæki eins og fyrir heimili.“ Hún sagði það skipta öllu máli í komandi kjaraviðræðum að ná skynsömum samningum sem innistaða væri fyrir hjá fyrirtækjum. Ef laun hækkuðu umfram það sem innistaða væri fyrir, væri ljóst hvaða afleiðingar það hefði. Hún sagði fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð hingað til. Hagnaður margra fyrirtækja á markaði væru að dragast saman um tuttugu prósent.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira