Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 21:59 Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8. Vísir/Arnar Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35