Enski boltinn

Luton hafði samband við sérfræðing BBC sem þeim fannst sýna liðinu vanvirðingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garth Crooks hefur afar takmarkaða trú á Luton Town.
Garth Crooks hefur afar takmarkaða trú á Luton Town. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Luton Town setti sig í samband við sérfræðing BBC sem þeim finnst hafa sýnt sér vanvirðingu.

Garth Crooks spáði því að Luton myndi hreinlega falla úr ensku úrvalsdeildinni áður en jólin ganga í garð. Luton er nýliði í deildinni og er að spila í efstu deild í fyrsta sinn frá tímabilinu 1991-92.

„Það er gott að sjá tangarínu-litina aftur í efstu deild en ég get ekki tekið þá alvarlega og held þeir falli fyrir jól,“ skrifaði Crooks.

Rod Edwards, knattspyrnustjóri Luton, var ekki sáttur við ummæli Crooks. Og hann greindi frá því að félagið hefði sett sig í samband við hann og boðið honum í heimsókn til að sýna að þeim sé svo sannarlega alvara.

„Við höfðum samband við herra Crooks svo hann geti komið og við getum sýnt honum hvað við erum að gera og það ætti ekki að hlæja að okkur,“ sagði Edwards.

Luton hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sækir Fulham heim á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×