„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 19:01 Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari. Vísir/Arnar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira
Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira