Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson skrifar 16. september 2023 14:01 Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun