Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. september 2023 19:31 Frá Lima, höfuðborg Perú. GettyImages Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Perú Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn.
Perú Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira