Álamafía upprætt í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2023 15:30 Frá álauppboði í Asturias á Norður-Spáni. Tim Graham/Getty Images Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs. Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs.
Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira