Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. september 2023 07:00 Nýlega hlaut nýsköpunarfyrirtækið Alor verðlaun frá Global Women Inventors og Innovators Network en það voru þau Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri og Rúnar Unnþórsson tæknistjóri sem veittu verðlaununum viðtöku. Vísir/Einar „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. „Þegar kemur að okkar starfsemi er staðan þannig að við erum komin í tímaþröng. Loftlagsmálin kalla einfaldlega á að orkuskiptunum verði hraðað og á Íslandi eru það ekki margir sem eru með þekkingu á þessum málum eins og Alor býr nú yfir,“ segir Linda en síðustu þrjú árin hefur fyrirtækið unnið að rafhlöðurannsóknum og þróun. Linda segir samninga vegna nýrra verkefna langt á veg komið en telur rétt að bíða að sinni með að ræða þau mál í þaula. Þau verði kynnt þegar það er tímabært. Hins vegar hlaut Alor verðlaun frá Global Women Inventors & Innovators Network. „Verðlaunin fengum við vegna tveggja ára rannsóknarverkefnis, í samstarfi við Háskóla Íslands, sem snýr að því að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf sem blendingskerfi til að draga úr olíunotkun í rafmagnsframleiðslu,” segir Linda. Linda segir tilnefningar hafa verið 23 talsins og þar af hafi nokkur íslensk nýsköpunarfyrirtæki fengið verðlaun. Það er alltaf gott að fá klapp á bakið og finna meðbyrinn. Verðlaun sem þessi geta til dæmis haft jákvæð áhrif á fjármögnun, að láta vita af því hvað fyrirtæki eru að gera og eins að efla tengslanetið því að á svona viðburðum kynnist maður fullt af fólki sem tengist nýsköpunarheiminum.” Linda segir gaman að starfa í nýsköpunarumhverfinu þótt verkefni tengd orkuskiptunum séu nú komin í kapphlaup við tímann. Linda starfaði áður sem staðgengill skrifstofustjóra í ráðuneyti og segist því hafa farið úr hlýju hins opinera í stormasama sprotasenu, svo ólíkir séu þessir starfsvettvangar. Vísir/Einar Linda segir gaman að lifa og hrærast í þeim heimi sem nýsköpunin er og segir mikilvægt að umhverfið sé þannig upp byggt að sem flestar hugmyndir nái að koma fram í dagsljósið. „Ég starfaði sjálf sem lögfræðingur í tíu ár, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum, nú síðast sem staðgengill skrifstofustjóra í ráðuneyti. Og get alveg sagt það að ólíkari starfsvettvang er ekki hægt að finna,“ segir Linda og hlær. Ég fór úr hlýju hins opinbera í hina stormasömu sprotasenu.“ Að mati Lindu hefur mikið vatn hafa runnið til sjávar í viðhorfi fólks til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi miðað við það þegar hún var að alast upp í Skagafirðinum. „Foreldrar mínir eru miklir frumkvöðlar og hafa unnið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina sem þóttu nýstárleg. Maður ólst því alveg upp við að þurfa að gera ýmislegt, óháð því hvort manni þætti það skemmtilegt eða ekki,“ segir Linda og hlær. „Í dag upplifi ég viðhorf fólks mjög jákvætt almennt þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Skilningurinn á því hversu mikilvægt starf þetta er, hefur aukist og það er minna verið að pískra um það að eitthvað hafi ekki gengið upp eða tekist og svo framvegis. Enda er nýsköpun í eðli sínu þannig að það er ekki hægt að tala um að eitthvað mistakist. Það safnast ómetanleg reynsla sem hægt er að læra af“ Þá segir Linda sprotaumhverfið öðruvísi en margar aðrar starfsgreinar að því leytinu til að. Linda segir Alor hafa verið heppið frá upphafi hvað varðar styrki. „Styrkirnir hafa gert okkur kleift að efla þekkinguna okkar og þar sem við erum með litla sem enga yfirbyggingu hefur það gengið að byggja okkur upp, öðlast traust og trúverðugleika fyrir það sem við höfum verið að gera og aukið áhuga sterkra aðila á að vinna með okkur. Þetta skiptir allt máli fyrir hátæknifyrirtæki í nýsköpun eins og Alor er. Sérstaklega nú þegar við erum að vinna að nýsköpun sem snúa að orkuskiptunum þar sem kapphlaupið við tímann skiptir máli og það að finna lausnir sem fyrst, er svo mikilvægt.“ Sjálf telur Linda Ísland hafa tækifæri til að verða í fararbroddi hvað þessi mál varðar. „Við höfum náð að byggja upp mikla þekkingu og markaðsvitund og ég tel vörumerki Alor vera mjög sterkt. Við höfum verið dugleg að efla tengslanetið okkar, greina þarfirnar og vinna að lausnum. Þegar kemur að orkuskiptunum er mikilvægt að vera opin fyrir því að læra hvert af öðru og á Íslandi ríkir mikill áhugi fyrir því að orkuskiptin nái fram að ganga. Enda er staðreyndin sú að olíunotkun hefur verið að aukast í rafmagnsframleiðslu á síðustu misserum.“ En nú þurfi að fara að prófa sig áfram í raunheimum. „Við getum samt ekki verið með sprotafyrirtæki of lengi aðeins í rannsóknum og þróun. Því ef frumkvöðullinn er alltaf á kafi og sýnir aldrei hvað verið er að vinna að, náum við mun síðar að átta okkur á því hvað virkar og hvað ekki. Vissulega er auðveldara að mistakast í hljóði og segja bara ekki frá því. En mitt mat er það að við eigum frekar að vera frökk að prófa okkur áfram, segja einfaldlega frá því hvað við erum að gera hverju sinni og átta okkur á því sem fyrst hvað virkar og hvað ekki. Því ef við erum dugleg í því, tel ég gríðarleg tækifæri geta skapast í því fyrir Ísland að verða í fararbroddi hvað orkuskiptin varðar. En fyrst þurfum við að vinna hraðar að því að rafhlöðuvæða landið.“ Nýsköpun Orkuskipti Umhverfismál Samgöngur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 „Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Þegar kemur að okkar starfsemi er staðan þannig að við erum komin í tímaþröng. Loftlagsmálin kalla einfaldlega á að orkuskiptunum verði hraðað og á Íslandi eru það ekki margir sem eru með þekkingu á þessum málum eins og Alor býr nú yfir,“ segir Linda en síðustu þrjú árin hefur fyrirtækið unnið að rafhlöðurannsóknum og þróun. Linda segir samninga vegna nýrra verkefna langt á veg komið en telur rétt að bíða að sinni með að ræða þau mál í þaula. Þau verði kynnt þegar það er tímabært. Hins vegar hlaut Alor verðlaun frá Global Women Inventors & Innovators Network. „Verðlaunin fengum við vegna tveggja ára rannsóknarverkefnis, í samstarfi við Háskóla Íslands, sem snýr að því að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf sem blendingskerfi til að draga úr olíunotkun í rafmagnsframleiðslu,” segir Linda. Linda segir tilnefningar hafa verið 23 talsins og þar af hafi nokkur íslensk nýsköpunarfyrirtæki fengið verðlaun. Það er alltaf gott að fá klapp á bakið og finna meðbyrinn. Verðlaun sem þessi geta til dæmis haft jákvæð áhrif á fjármögnun, að láta vita af því hvað fyrirtæki eru að gera og eins að efla tengslanetið því að á svona viðburðum kynnist maður fullt af fólki sem tengist nýsköpunarheiminum.” Linda segir gaman að starfa í nýsköpunarumhverfinu þótt verkefni tengd orkuskiptunum séu nú komin í kapphlaup við tímann. Linda starfaði áður sem staðgengill skrifstofustjóra í ráðuneyti og segist því hafa farið úr hlýju hins opinera í stormasama sprotasenu, svo ólíkir séu þessir starfsvettvangar. Vísir/Einar Linda segir gaman að lifa og hrærast í þeim heimi sem nýsköpunin er og segir mikilvægt að umhverfið sé þannig upp byggt að sem flestar hugmyndir nái að koma fram í dagsljósið. „Ég starfaði sjálf sem lögfræðingur í tíu ár, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum, nú síðast sem staðgengill skrifstofustjóra í ráðuneyti. Og get alveg sagt það að ólíkari starfsvettvang er ekki hægt að finna,“ segir Linda og hlær. Ég fór úr hlýju hins opinbera í hina stormasömu sprotasenu.“ Að mati Lindu hefur mikið vatn hafa runnið til sjávar í viðhorfi fólks til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi miðað við það þegar hún var að alast upp í Skagafirðinum. „Foreldrar mínir eru miklir frumkvöðlar og hafa unnið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina sem þóttu nýstárleg. Maður ólst því alveg upp við að þurfa að gera ýmislegt, óháð því hvort manni þætti það skemmtilegt eða ekki,“ segir Linda og hlær. „Í dag upplifi ég viðhorf fólks mjög jákvætt almennt þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Skilningurinn á því hversu mikilvægt starf þetta er, hefur aukist og það er minna verið að pískra um það að eitthvað hafi ekki gengið upp eða tekist og svo framvegis. Enda er nýsköpun í eðli sínu þannig að það er ekki hægt að tala um að eitthvað mistakist. Það safnast ómetanleg reynsla sem hægt er að læra af“ Þá segir Linda sprotaumhverfið öðruvísi en margar aðrar starfsgreinar að því leytinu til að. Linda segir Alor hafa verið heppið frá upphafi hvað varðar styrki. „Styrkirnir hafa gert okkur kleift að efla þekkinguna okkar og þar sem við erum með litla sem enga yfirbyggingu hefur það gengið að byggja okkur upp, öðlast traust og trúverðugleika fyrir það sem við höfum verið að gera og aukið áhuga sterkra aðila á að vinna með okkur. Þetta skiptir allt máli fyrir hátæknifyrirtæki í nýsköpun eins og Alor er. Sérstaklega nú þegar við erum að vinna að nýsköpun sem snúa að orkuskiptunum þar sem kapphlaupið við tímann skiptir máli og það að finna lausnir sem fyrst, er svo mikilvægt.“ Sjálf telur Linda Ísland hafa tækifæri til að verða í fararbroddi hvað þessi mál varðar. „Við höfum náð að byggja upp mikla þekkingu og markaðsvitund og ég tel vörumerki Alor vera mjög sterkt. Við höfum verið dugleg að efla tengslanetið okkar, greina þarfirnar og vinna að lausnum. Þegar kemur að orkuskiptunum er mikilvægt að vera opin fyrir því að læra hvert af öðru og á Íslandi ríkir mikill áhugi fyrir því að orkuskiptin nái fram að ganga. Enda er staðreyndin sú að olíunotkun hefur verið að aukast í rafmagnsframleiðslu á síðustu misserum.“ En nú þurfi að fara að prófa sig áfram í raunheimum. „Við getum samt ekki verið með sprotafyrirtæki of lengi aðeins í rannsóknum og þróun. Því ef frumkvöðullinn er alltaf á kafi og sýnir aldrei hvað verið er að vinna að, náum við mun síðar að átta okkur á því hvað virkar og hvað ekki. Vissulega er auðveldara að mistakast í hljóði og segja bara ekki frá því. En mitt mat er það að við eigum frekar að vera frökk að prófa okkur áfram, segja einfaldlega frá því hvað við erum að gera hverju sinni og átta okkur á því sem fyrst hvað virkar og hvað ekki. Því ef við erum dugleg í því, tel ég gríðarleg tækifæri geta skapast í því fyrir Ísland að verða í fararbroddi hvað orkuskiptin varðar. En fyrst þurfum við að vinna hraðar að því að rafhlöðuvæða landið.“
Nýsköpun Orkuskipti Umhverfismál Samgöngur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 „Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00
„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00
„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23