Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt um ástandið á Austfjörðum þar sem úrhellisrigningu er spáð í dag og á morgun.

Viðvörunarstig hefur verið fært á appelsínugult stig og almannavarnir munu funda um málið eftir hádegi.

Þá heyrum við í ráðherra háskólamála sem boðar umfangsmiklar breytingar á útlhlutun fjármagns til íslensku háskólanna á næstu misserum. Einblínt verður á árangurstengdar úthlutanir sem ráðherrann segir búa til algjörlega nýjan hvata fyrir skólana.

Að auki fjöllum við um RIFF kvikmyndahátíðina sem hefst í næstu viku en hún hefur verið fastur liður í kvikmyndalífi lands frá árinu 2004. Dagskrá hátíðarinnar verður opinberuð í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×