Jóhann Berg og fé­lagar komnir á blað en enn án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik kvöldsins.
Jóhann Berg í leik kvöldsins. Andrew Kearns/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest í Skíriskógi í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Athygli vakti þegar James Trafford, markvörður Burnley, fékk gult spjald á 11. mínútu fyrir að tefja. Það leikplan gestanna virtist þó virka ágætlega en hálftíma síðar kom Zeki Amdouni Burnley yfir og staðan 0-1 í hálfleik.

Callum Hudson-Odoi jafnaði hins vegar metin fyrir Forest þegar rúm klukkustund var liðin. Mínútu síðar var Jóhann Berg tekinn af velli og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Burnley kom þó boltanum í netið á 77. mínútu en markið var dæmt af þar sem knötturinn fór í höndina á Lyle Foster. Sá átti viðburðaríkan leik en hann lagði upp mark Burnley sem og hann fékk sitt annað gula spjald þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Eftir leik kvöldsins er Burnley með eitt stig í 19. sæti deildarinnar á meðan Forest er með sjö stig í 8. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira