Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2023 15:19 Lillaróló við Höfðatún á Hólmavík hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið. Strandabyggð Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló. Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð Strandabyggð Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð
Strandabyggð Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira