Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 12:31 Ivan Provedel, markvörður Lazio, stal fyrirsögnunum í gær. Marco Rosi/Getty Images Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira