Gunnar segist vilja bæta klúbbinn og gera hann spennandi fyrir fólkið í Njarðvík og leikmenn þess.
„Einnig vil ég þakka traustið sem klúbburinn, leikmenn og stuðningsmenn gáfu mér fyrr í sumar í baráttunni sem framundan var. Með alvöru liðsheild þá náðum við markmiðinu okkar,“ skrifar Gunnar Heiðar.
Gunnar tók við Njarðvíkingum í erfiðri stöðu í Lengjudeildinni um mitt sumar. Þá hafði Arnari Hallssyni verið sagt upp störfum og liðið í fallsæti. Gunnar stýrði liðinu út mótið og náði að bjarga því frá falli, en litlu mátti muna. Njarðvík hélt sæti sínu á einu marki en liðið endaði með 23 stig, jafnmörg stig og Selfoss en með einu marki betri markatölu.