Menning

Heillaðist af eyði­leggingunni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hrafnkell Sigurðsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt Shoplifter og Kurt Uenala. Þau standa saman að sýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal.
Hrafnkell Sigurðsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt Shoplifter og Kurt Uenala. Þau standa saman að sýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. Vísir/Vilhelm

„Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 

Hrafnkell, Shoplifter og Kurt Uenala eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst en þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: 

Brotni skjárinn veitti Hrafnkeli samstundis innblástur.

„Ég hafði á tilfinningunni að ég gæti nýtt mér það einhvern tíma og svo kom það upp núna í vetur fyrir sýninguna. Ég tók þessa bilun eða truflun á skjánum upp á 8K video cameru, tók svo átta ramma úr vídeóinu og raða þeim saman í einn flöt. Þannig að í rauninni er þetta á milli þess að vera vídeó og ljósmyndaverk. Af því það eru átta rammar í verkinu, nema þú þarft að hreyfa þig til að sjá það.“

Hrafnkell er með tvö verk hlið við hlið sem eru alveg eins en líta þó ekki eins út fyrir áhorfendum.

„Kannski er gallinn sá að þetta er bilaður skjár. En það er náttúrulega einmitt það sem mig langaði að gera. Að láta þessi lífslok flatskjásins vara að eilífu en verið heitir Á enda.“

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Flugu saman fram af hárugri bjarg­brún

„Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×