Víkingur og KR áttust við í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöld, miðvikudag. Með sigri gátu Víkingar endanlega tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Heimamenn komust 2-0 yfir áður en tvö mörk frá gestunum skemmdu partíið og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Undir lok leiks átti sér stað óhugnanlegt atvik þegar stuðningsmaður Víkings þurfti á læknisaðstoð að halda. Víkingar greina frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.
„Kæru Víkingar. Undir lok leiks Víkings og KR í kvöld kom upp atvik í áhorfendastúkunni þar sem einstaklingur þurfti læknisaðstoð,“ segir í færslu á Twitter-síðu félagsins.
„Við þá gesti Víkinnar sem urðu vitni að atvikinu viljum við koma því á framfæri að einstaklingurinn sem um ræðir er við góða heilsu. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem brugðust hratt við og aðstoðuðu einstaklinginn og aðstandendur af einstakri nærgætni,“ segir þar jafnframt áður en tekið er fram að fjölskylda viðkomandi vilji koma þökkum á framfæri til allra sem að þessu komu.
Kæru Víkingar.
— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2023
Undir lok leiks Víkings og KR í kvöld kom upp atvik í áhorfendastúkunni þar sem einstaklingur þurfti læknisaðstoð.
Við þá gesti Víkinnar sem urðu vitni að atvikinu viljum við koma því á framfæri að einstaklingurinn sem um ræðir er við góða heilsu. Einnig viljum
Víkingum dugir eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið varð á dögunum bikarmeistari. Þetta væri í annað sinn á aðeins þremur árum sem liðið vinnur tvöfalt. KR er á sama tíma í baráttu um Evrópusæti en sem stendur er liðið í 6. sæti með 33 stig.