Erlent

Réttar­höldum í Sam­herja­málinu frestað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frændurnir James og Tamson Hatuikulipi ásamt fyrrverandi dómsmálaráðherra sem nú liggur undir grun namibískra yfirvalda, Sacky Shanghala.
Frændurnir James og Tamson Hatuikulipi ásamt fyrrverandi dómsmálaráðherra sem nú liggur undir grun namibískra yfirvalda, Sacky Shanghala.

Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð.

Í umfjöllun namibíska miðilsins Informante kemur fram að ástæðurnar séu bæði af heilsufarslegum toga og fjárhagslegum. Mennirnir tíu hafa verið sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að fiskimiðum Namibíu.

Meðal hinna ákærðu er Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor.

Í frétt miðilsins kemur fram að einn sakborninganna þurfi að undirgangast aðgerð og er óvíst hve lengi hann verður að jafna sig. Þá er óljóst hvernig nokkrir sakborningar hyggjast fjármagna málskostnað þar sem eignir þeirra hafa verið frystar.

Önnur fyrirtaka í málinu verður því haldin þann 10. október næstkomandi. Dómstóll býst við því að þau vandræði sem tefji málið verði leyst þegar réttarhöld hefjast í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×