Erlent

Hæfð­u höf­uð­stöðv­ar Svart­a­hafs­flot­a Rúss­a

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst ein eldflaug hæfði bygginguna í Sevastopol í dag. Fregnir af mannfalli eru enn á reiki.
Minnst ein eldflaug hæfði bygginguna í Sevastopol í dag. Fregnir af mannfalli eru enn á reiki.

Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar.

Rússneskir herbloggarar segja að minnsta kosti sjö Storm Shadow stýriflaugum hafa verið skotið að Krímskaga og nokkrar þeirra hafi verið skotnar niður af loftvörnum Rússa. Ekkert hefur þó verið staðfest varðandi fjölda eldflauga.

Árásum Úkraínumanna á Krímskaga, bæði með eldflaugum og drónum, hefur fjölgað verulega að undanförnu. Þeir gerðu sína umfangsmestu árás á svæðið í vikunni og hafa einhverjar þeirra beinst að loftvarnarkerfum og stjórnstöðum Rússa.

Minnst fimm óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa í gær.

Sjá einnig: Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Úkraínumenn gera árás á þessa byggingu. Í ágúst í fyrra tókst Rússum að skjóta niður ódýran Mugin-5 Pro dróna við bygginguna.

Stutt er síðan Úkraínumenn gerðu sambærilega árás þar sem eldflaugar hæfðu slipp nærri höfuðstöðvunum. Þar tókst Úkraínumönnum að granda herskipi og kafbát en það var í fyrsta finn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Rússar misstu kafbát í átökum.

Rússneskir fjölmiðlar segja brak úr höfuðstöðvum Svartahafsflotans hafa dreifst hundruð metra frá byggingunni. Margir sjúkrabílar eru á vettvangi en upplýsingar um mannfall liggja ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Vill taka neit­un­ar­vald­ið af Rúss­um

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×