Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2023 11:54 Vilhjálmur Birgisson viðurkennir fúslega að hann hafi fram til þessa verið stuðningsmaður íslensku krónunnar en nú sé það búið, krónan er komin á endastöð og kostar almenning um 200 milljarða árlega. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. Vilhjálmur skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir að ekki sé lengur hægt að horfa upp á afleiðingar af okurvöxtum, verðtryggingu og fákeppni sem bitni ætíð á neytendum og heimilum þessa lands. „Íslenskir neytendur og heimili þurfa að fá svör frá virtum og erlendum óháðum aðilum hvort íslenska krónan sé sú sem veldur þessum þjáningum sem neytendur og heimili hafa þurft að þola nú um áratugaskeið.“ Þetta er til marks um viðhorfsbreytingu hjá Vilhjálmi en hann hefur fram til þessa verið stuðningsmaður krónunnar. Það er búið. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef verið talsmaður íslensku krónunnar en nú hef ég skipt um skoðun enda kominn á endastöð með að verja krónuna enda er margt sem bendir til þess að þessi örmynt okkar eigi stóran þátt í þessum miklu efnahagslegu sveiflum. Sveiflum sem ætíð bitna á hinum almenna neytanda og heimilunum í formi okurvaxta, verðtryggingar og fákeppni á öllum sviðum.“ Vilhjálmur segir að nú sé komið á endastöð með krónuna sem kosti neytendur og heimilin um eða yfir 200 milljarða árlega. „Á Íslandi eru margir gjaldmiðlar í gangi, mörgum stórfyrirtækjum dettur ekki til hugar að gera upp í krónum og gera því upp í erlendum gjaldmiðlum og hafa jú aðgengi að erlendu lánsfé á mun betri kjörum. Síðan er það verðtryggða krónan sem er jú einn sterkast gjaldmiðill í heimi en hann gagnast þeim efnameiri og fjármálakerfinu. Síðan er það íslenska krónan sem almenningi er gert að nota eingöngu og við þekkjum hvaða afleiðingar hún getur haft á neytendur og heimili.“ Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Vilhjálmur skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir að ekki sé lengur hægt að horfa upp á afleiðingar af okurvöxtum, verðtryggingu og fákeppni sem bitni ætíð á neytendum og heimilum þessa lands. „Íslenskir neytendur og heimili þurfa að fá svör frá virtum og erlendum óháðum aðilum hvort íslenska krónan sé sú sem veldur þessum þjáningum sem neytendur og heimili hafa þurft að þola nú um áratugaskeið.“ Þetta er til marks um viðhorfsbreytingu hjá Vilhjálmi en hann hefur fram til þessa verið stuðningsmaður krónunnar. Það er búið. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef verið talsmaður íslensku krónunnar en nú hef ég skipt um skoðun enda kominn á endastöð með að verja krónuna enda er margt sem bendir til þess að þessi örmynt okkar eigi stóran þátt í þessum miklu efnahagslegu sveiflum. Sveiflum sem ætíð bitna á hinum almenna neytanda og heimilunum í formi okurvaxta, verðtryggingar og fákeppni á öllum sviðum.“ Vilhjálmur segir að nú sé komið á endastöð með krónuna sem kosti neytendur og heimilin um eða yfir 200 milljarða árlega. „Á Íslandi eru margir gjaldmiðlar í gangi, mörgum stórfyrirtækjum dettur ekki til hugar að gera upp í krónum og gera því upp í erlendum gjaldmiðlum og hafa jú aðgengi að erlendu lánsfé á mun betri kjörum. Síðan er það verðtryggða krónan sem er jú einn sterkast gjaldmiðill í heimi en hann gagnast þeim efnameiri og fjármálakerfinu. Síðan er það íslenska krónan sem almenningi er gert að nota eingöngu og við þekkjum hvaða afleiðingar hún getur haft á neytendur og heimili.“
Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira