Enski boltinn

Telja sig vita hvaða leikmenn Solskjær var svekktur út í

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford og Paul Pogba höfnuðu því að gerast fyrirliði Manchester United.
Marcus Rashford og Paul Pogba höfnuðu því að gerast fyrirliði Manchester United. getty/Michael Regan

Paul Pogba og Marcus Rashford höfnuðu því að vera fyrirliði Manchester United.

Í viðtali við The Athletic í síðustu viku sagðist Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri United, vera vonsvikinn yfir því að tveir leikmenn liðsins hafi hafnað því að vera fyrirliði þess.

The Sun greinir frá því að leikmennirnir tveir sem vildu ekki vera fyrirliði United séu Pogba og Rashford.

Pogba hafnaði fyrirliðastöðunni því hann vildi yfirgefa United á meðan Rashford taldi sig ekki vera tilbúinn í það hlutverk.

Solskjær gerði Harry Maguire að fyrirliða United í janúar 2020. Erik ten Hag tók hins vegar fyrirliðabandið af enska landsliðsmanninum í sumar og gerði Bruno Fernandes að fyrirliða United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×