Skýrslutökur hefjast í veislusal Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 09:13 Lögmennirnir í málinu eru jafn margir og þeir ákærðu, 25 talsins. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27