Skýrslutökur hefjast í veislusal Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 09:13 Lögmennirnir í málinu eru jafn margir og þeir ákærðu, 25 talsins. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27